„Meðvirkni með bönkunum sem spáðu rangt“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, mætti gagn­rýni um lóðaskort, sem komið hef­ur fram meðal ann­ars hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, og sagði að skort­ur­inn und­an­farið væri ekki vegna þess að fáum lóðum hefði verið út­hlutað held­ur vegna þess að all­ir viðskipta­bank­arn­ir hefðu skrúfað fyr­ir fjár­mögn­un til verk­taka. Þetta kom fram í fram­sögu hans á ár­leg­um kynn­ing­ar­fundi borg­ar­inn­ar um upp­bygg­ingu íbúða í borg­inni í Ráðhús­inu í morg­un. Fjallað var um málið meðal ann­ars í Morg­un­blaðinu fyrr í vik­unni.

Fór Dag­ur yfir hvernig þróun íbúða í bygg­ingu hefði verið und­an­far­in ár og náð há­marki árið 2019, en svo hrapað á öðrum árs­fjórðungi. Sagði hann mikla umræðu hafa verið um þenn­an skort og deilt um ástæðuna. Sagði hann að ljóst væri hvað hefði valdið þessu. Þannig hafi í byrj­un árs 2019 verið mikið af verk­efn­um í gangi og meðal ann­ars þrjú stór fé­lags­leg verk­efni. Bank­arn­ir hafi þá ákveðið að stíga á brems­una varðandi fjár­mögn­un. „All­ir bank­arn­ir skrúfuðu fyr­ir,“ sagði Dag­ur.

Á öðrum árs­fjórðungi þetta ár datt niður fjöldi samþykkta fyr­ir bygg­inga­verk­efn­um hjá bygg­ing­ar­full­trúa og seg­ir Dag­ur að það hafi ekki verið vegna þess að Reykja­vík hafi látið á sér standa. „Var vegna þess að verk­tak­ar fengu ekki lánað,“ bætti hann við og sagði jafn­framt að marg­ir verk­tak­ar hafi mætt í fjöl­miðla og sagt að of mikið væri af eign­um í bygg­ingu.

Sagði hann að all­ir bank­arn­ir hafi á þessu tíma­bili dregið sam­an út­lán og að umræðan núna litaðist af „meðvirkni með bönk­un­um sem spáðu rangt.“ Þá hafi vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans, sem eng­inn hafi séð fyr­ir, einnig ýtt und­ir gríðarlega eft­ir­spurn sem erfitt hafi verið að mæta á stutt­um tíma.

Dag­ur tók fram að nú væri hins veg­ar farið að koma í ljós að bank­arn­ir væru aft­ur farn­ir að lána til verk­taka og verk­efn­um að fjölga á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert