Segja sjúklingum stefnt í hættu á bráðamóttökunni

Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi.
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúkraliðafélag Íslands segir sjúklingum stefnt í hættu á bráðamóttökunni þar sem neyðarástand ríki. Stjórn félagsins hvetur því formenn stjórnarflokkanna því til þess að setja málefni bráðamóttökunnar í forgang í stjórnarmyndundarviðræðunum sem nú standa yfir.

Starfsumhverfi sem enginn á að þurfa að standa í

„Allir Íslendingar njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á öllum Íslendingum þegar neyðarástand ríkir á bráðamóttökunni. Í gær birtu tugir sjúkraliða sem starfa á bráðamóttöku Landspítalans opið ákall til stjórnvalda,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

„Þar var lýst starfsumhverfi sem enginn starfsmaður á að þurfa að starfa í. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu skulu stjórnvöld hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála um að ástandið er óboðlegt.“

Í tilkynningunni segir enn fremur að sjúklingar fái ekki lengur þá faglegu þjónustu sem þeim er tryggð í lögum og því þurfi að bregðast við undir eins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert