Dögun formlega slitið

Frá blaðamannafundi á vegum Dögunar.
Frá blaðamannafundi á vegum Dögunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn­mála­sam­tök­un­um Dög­un var form­lega slitið í dag á aðal­fundi fé­lags­ins. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Dög­un. Flokk­ur­inn var form­lega stofnaður vorið 2012 og bauð fram í alþing­is­kosn­ing­um árin 2013 og 2016 auk 2017 en þá aðeins í Suður­kjör­dæmi.

Ákveðið var á aðal­fund­in­um að fjár­mun­ir Dög­un­ar skildu renna til Píeta-sam­tak­anna og PEPP Ísland, grasrót­ar fólks í fá­tækt, til jafns.

Í kosn­ing­un­um 2017 lýsti Dög­un yfir vanþókn­un á meintri mis­mun­un sem fram­boðið hafði orðið fyr­ir „af hálfu fjöl­miðla og fé­laga­sam­taka“ en flokk­ur­inn var þá ekki meðal flokka sem fengu að taka þátt í lokaum­ræðum Rík­is­út­varps­ins á grund­velli þess að flokk­ur­inn bauð ekki fram í öll­um kjör­dæm­um.

Síðan þá hafa aðilar inn­an grasrót­ar­starfs Dög­un­ar boðið fram fyr­ir aðra flokka. Til að mynda var Björg­vin Eg­ill Vída­lín Arn­gríms­­son, fyrr­ver­andi vara­formaður Dög­un­ar, odd­viti Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi í kosn­ing­un­um í haust.

Pálmey Helga Gísla­dótt­ir, sem leiddi flokk­inn í kosn­ing­un­um 2016 og 2017, var í fyrra kjör­in í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna fram til árs­ins 2022, því er seg­ir á vef þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert