Sautján liggja nú á Landspítala vegna Covid-19, einum fleiri en í gær. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél og annar þeirra einnig í ECMO-hjarta- og lungnavél.
Allir þeir sem liggja á spítala nú eru fullorðnir og eru sex þeirra óbólusettir.
Þá eru 1.156 sjúklingar, þar af 254 börn, í eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala. 84 voru skráðir nýir þar inn í gær.