Fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19

Frá gjörgæsludeild Landspítala.
Frá gjörgæsludeild Landspítala. Ljósmynd/Landspítali

Sautján liggja nú á Land­spít­ala vegna Covid-19, ein­um fleiri en í gær. Fjórir eru á gjör­gæslu, þar af tveir í önd­un­ar­vél og ann­ar þeirra einnig í ECMO-hjarta- og lungna­vél. 

All­ir þeir sem liggja á spít­ala nú eru full­orðnir og eru sex þeirra óbólusettir.

Þá eru 1.156 sjúk­ling­ar, þar af 254 börn, í eft­ir­liti Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala. 84 voru skráðir nýir þar inn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert