Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Hann hlaut 2.778 atkvæði eða 41,61%. Fjögur gáfu kost á sér í embætti formanns KÍ. Á kjörskrá voru 11.068 og greiddu 6.676 atkvæði, eða 60,32%. Atkvæðagreiðslan var rafræn; hún hófst á hádegi 2. nóvember síðastliðinn og lauk klukkan tvö í dag.
Féllu atkvæði þannig: Anna María Gunnarsdóttir hlaut 2.171 atkvæði eða 32,51%, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hlaut 1.083 atkvæði eða 16,22%, Heimir Eyvindsson hlaut 522 atkvæði eða 8,27%, Magnús Þór Jónsson hlaut 2.778 atkvæði eða 41,61% og voru auðir seðlar 93 eða 1,39%. Þetta kemur fram á vefsíðu KÍ.
Magnús tekur við formennsku af Ragnari Þóri Péturssyni á VIII þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Ragnar lætur þá formlega af embætti en hann hefur gegnt formennsku í KÍ frá árinu 2018. Eiríkur Jónsson var fyrsti formaður KÍ, sat frá árinu 2000 til 2011.