Magnús Þór Jónsson kjörinn formaður KÍ

Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hef­ur verið kjör­inn formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands. Hann hlaut 2.778 at­kvæði eða 41,61%. Fjögur gáfu kost á sér í embætti for­manns KÍ. Á kjör­skrá voru 11.068 og greiddu 6.676 at­kvæði, eða 60,32%. At­kvæðagreiðslan var ra­f­ræn; hún hófst á há­degi 2. nóv­em­ber síðastliðinn og lauk klukk­an tvö í dag.

Frambjóðendur til formanns KÍ. Í efra vinstra horninu er Anna …
Frambjóðendur til formanns KÍ. Í efra vinstra horninu er Anna María Gunnarsdóttir. Við hlið hennar er Heimir Eyvindsson. Í neðra vinstra horninu er Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og við hlið hennar er Magnús Þór Jónsson. Samsett mynd

Féllu at­kvæði þannig: Anna María Gunnarsdóttir hlaut 2.171 at­kvæði eða 32,51%, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hlaut 1.083 at­kvæði eða 16,22%, Heimir Eyvindsson hlaut 522 at­kvæði eða 8,27%, Magnús Þór Jónsson hlaut 2.778 atkvæði eða 41,61% og voru auðir seðlar 93 eða 1,39%. Þetta kem­ur fram á vefsíðu KÍ. 

Magnús tekur við for­mennsku af Ragnari Þóri Péturssyni á VIII þingi Kenn­ara­sam­bands­ins sem fram fer í apríl á næsta ári. Ragnar læt­ur þá formlega af embætti en hann hef­ur gegnt for­mennsku í KÍ frá ár­inu 2018. Ei­rík­ur Jóns­son var fyrsti formaður KÍ, sat frá ár­inu 2000 til 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert