Aðgerðir verði hertar strax

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, vill að sóttvarnaaðgerðir verði hertar strax til að ná tökum á faraldrinum, þar sem nú séu tæplega 200 smit sem greinist á degi hverjum. Smitsjúkdómadeildin sé að fyllast vegna daglegra innlagna. 

Þetta kom fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld, en Guðlaug Rakel var þar viðmælandi Einars Þorsteinssonar.

Guðlaug Rakel sagði þar meðal annars að hún vildi herða aðgerðir strax, þar sem ekkert lát væri á smitum og tæplega 200 smit á dag. Þá hefðu aldrei verið fleiri börn í eftirlit hjá Covid-göngudeildin, en það kostaði mikinn mannafla að fylgjast með þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert