Jóhanna hlaut brautryðjendaverðlaunin

Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna …
Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir við verðlaunaafhendinguna. Ljósmynd/WPL

Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Íslands, voru veitt brautryðjenda­verðlaun­in,  (e. Trail Blazer's Aw­ard) á Heimsþingi kven­leiðtoga nú síðdeg­is.

Verðlaun­in voru af­hent við at­höfn í Hörpu í dag en þau eru veitt kvenþjóðarleiðtog­um sem þykja rutt braut­ina fyr­ir kon­ur og fyr­ir kom­andi kyn­slóðir í jafn­rétt­is­mál­um.

Eins og þekkt er var Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra Íslands á ár­un­um 2009 til 2013, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar árin 2009 til 2012 og þing­kona frá 1987 til 2013, eða í 35 ár sam­fleytt. 

Jó­hanna var fyrsti kven­kyns for­sæt­is­ráðherra Íslands og fyrsti op­in­ber­lega sam­kyn­hneigða kon­an sem gegn­ir starfi for­sæt­is­ráðherra á heimsvísu. Árið 2009 valdi For­bes hana á lista yfir 100 valda­mestu kon­ur heims.

Brautryðjend­um eins og henni að þakka

Í ræðu sinni um Jó­hönnu sagði Silv­ana Koch-Mehrin, for­seti Women Political Lea­ders, Ísland vera fyr­ir­mynd annarra þjóða þegar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um sem væri brautryðjend­um eins og Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur að þakka. 

Jóhanna veitti verðlaununum viðtöku fyrr í kvöld.
Jó­hanna veitti verðlaun­un­um viðtöku fyrr í kvöld. Ljós­mynd/​WPL

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir bæt­ist við á ann­an tug kven­leiðtoga sem hafa hlotið viður­kenn­ingu frá upp­hafi WPL Trail­blazer verðlaun­anna árið 2017.

Trail­blazer verðlaun­in hafa meðal ann­ars fallið í skaut Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta Íslands, Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra Íslands,  Mary Robins­son, fyrr­ver­andi for­seti Írlands, Ernu Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, Lauru Chinchilla Mir­anda, fyrr­ver­andi for­seta Costa Rica, Ju­lia Gill­ard fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, Sa­ara Ku­ugong­elwa-Ama­dhila, for­sæt­is­ráðherra Namib­íu. 

Silvana Koch-Mehrin, forseti Women Political Leaders, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra, …
Silv­ana Koch-Mehrin, for­seti Women Political Lea­ders, Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fyrrv. for­sæt­is­ráðherra, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrrv. for­seti., Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Women Political Lea­ders, við verðlauna­af­hend­ing­una í dag. Ljós­mynd/​WPL
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert