Fundu lifandi kind grafna í fönn

Kindin leit upp á Þorkel, bjargvætt sinn.
Kindin leit upp á Þorkel, bjargvætt sinn. Mynd/Þorkell Guðjónsson

Þorkell Guðjóns­son rjúpna­veiðimaður og fé­lagi hans ætluðu ekki að trúa sín­um eig­in aug­un þegar þeir fundu lif­andi kind grafna í fönn á dög­un­um, þar sem þeir voru að leita að rjúpu. Það var reynd­ar hund­ur­inn Garp­ur sem fann kind­ina en Þorkell og fé­lagi hans komu henni til bjarg­ar.

„Við vor­um á Rjúpna­veiðum í Garps­dal í Gils­firði með hund­inn Garp og kom­um að gildragi sem hafði skafið yfir. Það var pínu­lítið gat þarna en það er oft læk­ur und­ir svona, nema hund­ur­inn, sem finn­ur oft rjúp­ur fyr­ir mig, fer þangað. Mér datt helst í hug að það væri ref­ur þarna en þegar ég kíkti niður þá sá ég eitt­hvað hreyf­ast. Þetta var eins og slanga og ég hugsaði með mér hvaða furðuskepna þetta væri, eins og í æv­in­týri, en þá voru það horn­in á kind­inni. Svo horfði hún bara upp til mín,“ seg­ir Þorkell hlæj­andi þegar hann rifjar þetta upp. Hon­um var létt þegar í ljós kom að um hyrnda kind var ræða en ekki iðandi slöngu.

Í fyrstu fannst Þorkeli hann vera að horfa á iðandi …
Í fyrstu fannst Þor­keli hann vera að horfa á iðandi slöngu. Mynd/Þ​orkell Guðjóns­son

Hann get­ur ekki ímyndað sér hve lengi kind­in hafði verið þarna, en tel­ur lík­legt að hún hafi leitað skjóls, svo hafi skafið yfir hana og orðið föst.  „Svo hef­ur hún lík­lega notað horn­in til að búa til gat svo hún gæti andað. Hún hef­ur ör­ugg­lega verið þarna í marga daga.“

Þorkell og fé­lagi hans náðu að brjóta snjó­inn fyr­ir fram­an kind­ina og toguðu í horn­in á henni. Svo labbaði hún sjálf úr skafl­in­um.

Virðist al­veg vera búin að jafna sig

Hann seg­ir kind­ina hafa verið þokka­lega spræka þegar hún kom upp úr snjón­um, en hún labbaði aðeins í burtu frá þeim fé­lög­um áður en hún lagðist niður til að hvíla sig.

Í kjöl­farið hringdi Þorkell í bónd­ann sem á jörðina en þá kom í ljós að um var að ræða kind af næsta bæ. Hann ætlaði þó ekki að trúa því að kind­in væri lif­andi. Gerði ein­fald­lega ráð fyr­ir því að hún væri dáin. Bónd­inn í Garps­dal kom og sótti kind­ina, en eig­end­ur henn­ar náðu í hana til hans í dag. „Ég talaði við þau í dag og hún var al­veg búin að jafna sig.“

Þorkell seg­ir að annað hvort hafi kind­in orðið eft­ir við smöl­un í haust eða að hún hafi ein­fald­lega sloppið úr girðingu því kind­urn­ar séu stund­um úti núna. Þeir hafi ekki verið komn­ir það langt upp í fjall þegar þeir fundu hana.

„Við hefðum aldrei kíkt ofan í þetta gat nema út af hund­in­um því það er ekk­ert óvenju­legt að sjá svona. Þannig rjúpna­veiðit­úr­inn var eig­in­lega orðinn að æv­in­týri þrátt fyr­ir að við hefðum ekki veitt neina rjúpu, seg­ir Þorkell,“ en bæt­ir við að þeir hafi þó fengið þær nokkr­ar. Hon­um fannst þetta að minnsta kosti mjög skemmti­leg upp­lif­un og ánægju­legt að bjarga kind.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert