Nei eða já?

Meðal annars er hægt að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut.
Meðal annars er hægt að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tölu­vert hef­ur verið um fólk sem fær já­kvæðu niður­stöðu úr Covid-hraðprófi en nei­kvæða niður­stöðu þegar það fer í PCR-próf. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir kann­ast ekki við mörg til­felli þess að fólk sé nei­kvætt á hraðpróf­inu en í raun og veru smitað af veirunni.

„Við höf­um gefið það út að þessi hraðger­inignar­próf eru ekki jafn já­kvæð ná­kvæm og ör­ugg og áreiðan­leg og PCR-próf­in. Það þarf því að var­ast að treysta þeim al­gjör­lega í blindni en þau geta verið mjög hjálp­leg,“ seg­ir Þórólf­ur og bæt­ir við að skoðað sé af hverju fólk fái falska já­kvæða niður­stöðu úr hraðprófi.

Sam­kvæmt nýj­um sam­komutak­mörk­un­um sem tóku gildi á miðnætti á föstu­dags­kvöld verður miðast við að há­marki 50 manns í rými. Hins veg­ar er svig­rúm fyr­ir 500 manns á viðburðum þar sem kraf­ist verður nei­kvæðrar niður­stöðu hraðprófa.

Spurður seg­ir Þórólf­ur að mik­ill mun­ur sé á svo­kölluðum sjálfs­próf­um, sem hver sem er get­ur tekið heima hjá sér, og hraðpróf­um þar sem aðrir sjá um að stinga pinn­an­um í nefið.

„Það er allt annað að taka próf­in heima sjálf­ur og ég tel að það sé mjög óáreiðan­legt. Þá eru all­ar for­send­ur fyr­ir því að maður taki ekki nógu gott sýni af því þetta er svo­lítið óþægi­legt. Betra er að þetta sé gert á staðlaðan máta og sýni tekið af ein­hverj­um öðrum,“ seg­ir Þórólf­ur og tek­ur und­ir að það geti verið býsna óþægi­legt þegar sýna­tökup­inn­an­um er stungið lengst upp í nef.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert