206 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 95 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á covid.is þar sem fram kemur að alls hafi 215 smit greinst í gær, þar af níu á landamærunum.
Er það metfjöldi smita sem hefur greinst á einum degi innanlands en áður höfðu mest greinst 200 innanlandssmit á einum degi, á miðvikudaginn í síðustu viku.
Níu greindust á landamærum og þar af bíður einn mótefnamælingar.
25 eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.
Tekin voru 4.422 sýni, þar af 2.124 einkennasýni. 1.773 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 2.636 í sóttkví.