Stærstur hluti smita hjá yngstu börnunum

Frá Dalvík.
Frá Dalvík. mbl.is

Íbúar Dalvíkur eru hvattir til að hafa hægt um sig á meðan unnið er að því að ná utan um hópsmit í bænum. Alls hafa 23 kórónuveirusmit greinst í bænum, þar af eru 19 börn smituð.

Íris Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi, Dalvíkurbyggðar, segir að á fimmtudag hafi þrír tengdir grunnskólanum í bænum greinst með veiruna. 

Í framhaldi af því voru allir nemendur og kennarar skimaðir en ekkert skólahald var í dag og verður skólinn opnaður aftur í fyrsta lagi á miðvikudaginn. Alls voru á bilinu 360-370 skimaðir í gær og eru nú 23 með virkt smit í bænum.

Íris segir að stærstur hluti smitanna séu börn á yngsta stigi skólans.

„Íþróttamiðstöðin verður lokuð samhliða skólahaldi. Þá var tekin ákvörðun um að skella í lás í bókasafninu og menningarhúsinu yfir helgina,“ segir Íris en áhrifanna gætir víða enda þurfa foreldrar margir hverjir að vera heim með smituðum börnum sínum.

Íris segir ljóst að ef allir fari að settum fyrirmælum verði mjög róleg stemning á Dalvík um helgina. Hún vonast til þess að hægt verði að halda bænum í rólegum gangi í nokkra daga og þannig ná tökum á veirunni skæðu.

„Hér eru allir jákvæðir og í sameiningu að reyna sitt besta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert