Barn tekið með keisara vegna veikinda móður

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Barn var tekið með keis­ara­sk­urði á Land­spít­al­an­um fyrr í mánuðinum vegna veik­inda móður­inn­ar. Móðirin hafði verið lögð inn á gjör­gæslu vegna al­var­legra Covid-tengdra veik­inda. Þurfti hún á önd­un­ar­vél að halda. 

Rík­is­út­varpið greindi frá því í kvöld­frétt­um að móður og barni heils­ist eft­ir at­vik­um. 

Ákveðið var að barnið skyldi tekið með keis­ara­sk­urði svo að hægt yrði að leggja móður­ina á grúfu til að bæta loft­skipti. Er­lend­is hef­ur þetta þekkst hjá mæðrum með al­var­leg til­felli Covid-19. 
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert