Þingsetning 152. löggjafarþings Íslands hefst klukkan 13:30 í dag. Þingmenn sækja þá guðsþjónustu í Dómkirkjunni og ganga þaðan fylktu liði í þinghúsið.
Þar setur Guðni Th. Jóhannesson Alþingi. Því næst verður kosið í kjörbréfanefnd, sem að öllum líkindum kynnir afrakstur 34 funda, sem nefndin hefur haldið undanfarið um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í september.
Fylgjast má með setningu Alþingis í beinu streymi hér að neðan.