Beint: Forseti Íslands setur Alþingi

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Sigurður Bogi

 Þing­setn­ing 152. lög­gjaf­arþings Íslands hefst klukk­an 13:30 í dag. Þing­menn sækja þá guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni og ganga þaðan fylktu liði í þing­húsið. 

Þar set­ur Guðni Th. Jó­hann­es­son Alþingi. Því næst verður kosið í kjör­bréfa­nefnd, sem að öll­um lík­ind­um kynn­ir afrakst­ur 34 funda, sem nefnd­in hef­ur haldið und­an­farið um meðferð kjör­gagna í Norðvest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um í sept­em­ber.

Fylgj­ast má með setn­ingu Alþing­is í beinu streymi hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert