Ætla að reyna að vanda rannsóknina

Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun.
Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossa hjá Matvælastofnun. Ljósmynd/Aðsend

Rann­sókn Mat­væla­stofn­un­ar á mynd­bandi frá dýra­vernd­ar­sam­tök­un­um AWF/​​TSB (Ani­mal Welfare Foundati­on/​​Tierschutzbund Zürich) sem sýn­ir mynd­brot frá blóðtöku úr fylfull­um hryss­um er nú á frum­stigi og ætla starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar að vanda rann­sókn­ina. Þetta seg­ir Sig­ríður Björns­dótt­ir, sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST, í sam­tali við mbl.is

„Þess ber að geta að blóðtaka úr hryss­um er mjög árstíðarbund­in starf­semi og það er ekki tekið blóð eft­ir 5. októ­ber ár hvert. Þannig í raun og veru get­ur þetta ekki gerst aft­ur fyrr en í júlí hvort sem er þannig við höf­um bara tíma til þess að skoða þetta mjög vel,“ seg­ir Sig­ríður.

MAST hafi ekki hafa borist nein­ar til­kynn­ing­ar

Innt eft­ir því seg­ir hún það hafa verið skýrt hvað felst í eft­ir­liti MAST með þess­ari starf­semi en nú sé verið að skoða hvort það sé „raun­hæf­ur“ mögu­leiki að bæta eft­ir­litið enn frek­ar og hvernig það verði gert.

„Það verður skoðað frá öll­um hliðum.“

Spurð seg­ir hún dýra­lækna sem fram­kvæmi blóðtöku úr fylfull­um hryss­um bera skyldu til þess að til­kynna óviðun­andi aðstöðu og vinnu­brögð við blóðtök­ur til Mat­væla­stofn­un­ar. Stofn­un­inni hafi þó ekki borist nein­ar til­kynn­ing­ar í tengsl­um við blóðtök­urn­ar sem sjást á mynd­band­inu um­rædda.

„Við höf­um ekki hlotið nein­ar til­kynn­ing­ar um þetta en dýra­lækn­ar hafa í gegn­um tíðina til­kynnt óá­sætt­an­lega aðstöðu og veitt okk­ur dýr­mæt­ar upp­lýs­ing­ar sem hafa komið okk­ur að miklu gagni þegar kem­ur að því að setja starf­sem­inni regl­ur. Svo þeir hafa sann­ar­lega gert það en ekki í þess­um mál­um sem þarna eiga í hlut.“

Blóðmerabúskapur er stundaður á 119 mismunandi starfsstöðum á landinu.
Blóðmera­bú­skap­ur er stundaður á 119 mis­mun­andi starfs­stöðum á land­inu. mbl.is/​Rax

Blóðmera­bú­skap­ur ekki leyf­is­skyld starfs­semi

Blóðmera­bú­skap­ur sé ekki leyf­is­skyld starf­semi en Mat­væla­stofn­un hafi heim­ild til þess að stöðva slíka starf­semi sé tal­in þörf á því og það hafi hún gert áður á grund­velli laga um dýra­vel­ferð, að sögn Sig­ríðar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um MAST er blóðmera­bú­skap­ur stundaður á 119 mis­mun­andi starfs­stöðum á land­inu. Í mynd­bandi sviss­nesku dýra­vernd­ar­sam­tak­anna voru aðeins 38 af þess­um 119 stöðum heim­sótt­ir og voru óviðun­andi vinnu­brögð viðhöfð á slá­andi mörg­um þeirra. Innt eft­ir því seg­ist Sig­ríður ekki geta úti­lokað að svipuð vinnu­brögð séu viðhöfð á öðrum starfs­stöðum sem dýra­vernd­ar­sam­tök­in heim­sóttu ekki.

„Ég get að sjálf­sögðu ekki úti­lokað það en ég get sagt að svona slæm­ar aðstæður hafa ekki komið fram í eft­ir­liti MAST.“

Blóðtaka úr kindum er einnig stundað hér á landi en …
Blóðtaka úr kind­um er einnig stundað hér á landi en þó í mun minna mæli. mbl.is/​Eggert

Taka bæði blóð úr kind­um og hross­um

Blóðmera­bú­skap geng­ur út á það að að taka blóð úr fylfull­um hryss­um svo hægt sé að vinna úr því frjó­sem­is­lyf. Lyfið er svo einna helst notað til að auka frjó­semi annarra hús­dýra á borð við kýr, kind­ur, geit­ur og svín. Lyfið sé þó ekki notað í þeim til­gangi hér á landi, að sögn Sig­ríðar.

„Virka efnið er full­unnið á Íslandi og svo er það flutt út.“

Lyfið gangi svo kaup­um og söl­um á Evr­ópu­markaði, seg­ir hún innt eft­ir því.

Er blóðtaka fram­kvæmd í sama til­gangi á ein­hverj­um öðrum dýr­um á Íslandi?

„Það er tekið blóð úr bæði kind­um og hross­um til að búa til blóðagar fyr­ir sjúkra­hús­in en það er gert í mjög litlu mæli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert