Andlát vegna Covid-19

mbl.is/Sverrir

Karlmaður á áttræðisaldri lést úr Covid-19 í vikunni. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is.

Hjördís Guðmundsdóttir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, staðfestir andlátsfregnirnar.

Þetta er 35. and­látið frá upp­hafi far­ald­urs­ins og það fimmta í þess­ari bylgju.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, staðfestir að maðurinn hafi látist á stofnuninni um síðustu helgi. Talið sé að hann hafi látist af fylgikvillum Covid-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert