Karlmaður á áttræðisaldri lést úr Covid-19 í vikunni. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, staðfestir andlátsfregnirnar.
Þetta er 35. andlátið frá upphafi faraldursins og það fimmta í þessari bylgju.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, staðfestir að maðurinn hafi látist á stofnuninni um síðustu helgi. Talið sé að hann hafi látist af fylgikvillum Covid-19.