Ástæða til að hafa áhyggjur af nýju afbrigði

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala.
Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Ástæða er til að hafa áhyggj­ur af nýju af­brigði kór­ónu­veirunn­ar sem skotið hef­ur upp koll­in­um í Suður-Afr­íku og í Belg­íu. Þetta seg­ir Magnús Gott­freðsson, pró­fess­or í smit­sjúk­dóm­um og yf­ir­lækn­ir á Land­spít­ala, í sam­tali við mbl.is.

„Það vant­ar auðvitað tals­vert mikið af gögn­um til þess að við get­um skilið til fulls hvað er að ger­ast en fyrstu gögn um þetta nýja af­brigði gefa klár­lega ástæðu til að hafa áhyggj­ur.“

„Þess­um vís­bend­ing­um ber að taka al­var­lega“

Í Suður-Afr­íku virðist til­tölu­lega mik­ill og hraður vöxt­ur vera á smit­um í frem­ur lítið bólu­settu þýði. Ragrein­ing­ar á veirunni sýni að hún sé að taka þar yfir og að henni hafi tek­ist að breiðast út til nær­liggj­andi svæða inn­an Suður-Afr­íku og síðan áfram til Hong Kong, að sögn Magnús­ar.

„Það er auðvitað ástæðan fyr­ir því að Bret­ar voru að banna flug­sam­göng­ur á milli land­anna. Evr­ópu­sam­bandið virðist svo ætla að fylgja þeirra for­dæmi. Svo er Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in að funda um þetta í dag. Þess­um vís­bend­ing­um ber að taka al­var­lega.“

Hins veg­ar muni það taka tíma fyr­ir menn að átta sig ná­kvæm­lega á því hvers eðlis nýi stofn­inn er. Hvort hann sé meira smit­andi, hvort hann valdi meiri veik­ind­um og hvort hann kom­ist und­an mót­efna­svari eft­ir bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ing­ar.

„Þetta eru allt spurn­ing­ar sem á eft­ir að svara,“ seg­ir Magnús.

Fyrstu vís­bend­ing­ar bendi þó til þess að smitstuðull nýja af­brigðis­ins sé 2 og það þyki áhyggju­efni út af fyr­ir sig.

„Það þýðir að hver smitaður ein­stak­ling­ur smit­ar að meðaltali tvo aðra og þeir smita svo tvo aðra. Þá verður þetta veld­is­vöxt­ur mjög fljótt.“

Hugs­an­leg­ur elt­inga­leik­ur við ný af­brigði

Tím­inn mun leiða í ljós hvort nýja af­brigði veirunn­ar geti fundið sér leið fram­hjá áður áunnu ónæmi, hvort sem það er eft­ir bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu, seg­ir Magnús innt­ur eft­ir því.

„Það er of snemmt að segja en það er vissu­lega margoft búið að benda á að þessi veira er ekki hætt. Þótt við séum búin að fá nóg af henni er hún ekki búin að fá nóg af okk­ur. Hún held­ur áfram að stökk­breyt­ast og það er að ger­ast núna.“

Má þá bú­ast við því að fólk verði bólu­sett í hvert skipti sem veir­an stökk­breyt­ist?

„Það er ein sviðsmynd, að hugs­an­lega verði þetta elt­inga­leik­ur við ný af­brigði. Það er al­veg klár­lega mögu­leiki á því. Hvort sem það verður þetta af­brigði sem nær flugi og reyn­ist skaðræði eða ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það er svo­lítið í eðli þess­ara RNA-veira að aðlag­ast og þró­ast í ýms­ar átt­ir og það er ná­kvæm­lega það sem er að ger­ast.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka