Telur mikilvægt að börn verði bólusett

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur mikilvægt að börn verði …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur mikilvægt að börn verði bólusett við kórónuveirunni. Eggert Jóhannesson

Örvun­ar­bólu­setn­ing­ar og bólu­setn­ing­ar barna við kór­ónu­veirunni munu koma til með að hafa mik­il áhrif á út­breiðslu veirunn­ar hér á landi. Þetta seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hefðum þurft að grípa fyrr til harðari aðgera

Útlit sé þó fyr­ir að tölu­verð pest verði yfir land­inu yfir jól­in og lík­lega sé ekk­ert hægt að gera í því núna, að sögn Kára.

„Ef við hefðum ætlað að vera með pestafrí jól hefðum við þurft að grípa til mjög harðra aðgerða fyr­ir þó nokkru síðan.“

Kveðst hann þó hafa trú á þeim sótt­varnaaðgerðum sem heil­brigðis­yf­ir­völd hafa gripið til í yf­ir­stand­andi bylgju far­ald­urs­ins, sem er sú stærsta hér á landi fram að þessu.

„Við verðum að sætta okk­ur við það að heil­brigðis­yf­ir­völd eru að taka nokkuð skyn­sam­lega á þessu nokkuð skynam­lega stend­ur og ég held að við mun­um geta haldið býsna gleðileg jól þrátt fyr­ir allt.“

Spurður seg­ir hann örvun­ar­bólu­setn­ing­ar koma til með að hafa mik­il áhrif á út­breiðslu veirunn­ar enda hafi þær gefið góða raun er­lend­is.

„Sam­kvæmt rann­sókn­um frá Ísra­el eru þeir sem fá þriðja skammt­inn ell­efu sinn­um ólík­legri til að sýkj­ast og nítj­án sinn­um ólík­legri til að verða illa lasn­ir held­ur en þeir sem hafa aðeins fengið tvo skammta. Mér finnst það bara býsna mynd­ar­leg áhrif.

Börn eru stór hluti þeirra sem eru að sýkj­ast

Pönt­un af bólu­efni fyr­ir börn á aldr­in­um 5 til 11 ára gegn kór­ónu­veirunni er vænt­an­leg til lands­ins í lok des­em­ber­mánaðar, að því er mbl.is greindi frá.

Innt­ur eft­ir því seg­ist Kári telja afar mik­il­vægt að börn í þess­um ald­urs­hópi verði bólu­sett gegn veirunni enda virðist yf­ir­stand­andi bylgja far­ald­urs­ins drif­in af smit­um hjá óbólu­sett­um börn­um á grunn­skóla­aldri.

„Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að það verði gert. Sem stend­ur þá eru börn á þess­um aldri af­skap­lega stór hundraðshluti þeirra sem eru að sýkj­ast og flytja pest­ina milli fólks.“

Vegið að frelsi þeirra sem kunna að smit­ast

Ekki er tíma­bært að tala um bólu­setn­ing­ar­skyldu eða auk­in rétt­indi bólu­settra um­fram óbólu­setta hér á landi, að því er Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir greindi frá í sam­tali við mbl.is 22. nóv­em­ber síðastliðinn.

Kári kveðst hins veg­ar stein­hissa yfir því að enn sé um 10% þjóðar­inn­ar sem ekki vill láta bólu­setja sig við veirunni og seg­ir auk­in rétt­indi bólu­settra um­fram óbólu­setta rétt­læt­an­leg.

„Þótt ég sé ekki mik­ill stuðnings­maður þess að gera eitt­hvað við lík­ama fólks sem það vill ekki sjálft ber að hafa í huga að þegar menn eru að nýta sér frelsi til að láta ekki bólu­setja sig eru þeir að vega að frelsi annarra sem þeir kunna að smita. Svo það má færa rök fyr­ir því að koma eigi þeirri skyldu á að þeir ein­stak­ling­ar sem ekki vilja láta bólu­setja sig verði skikkaðir í sótt­kví að ei­lífu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert