Allir þeir ferðalangar sem koma til landsins og hafa dvalið í meira en sólarhring á skilgreindum hááhættusvæðum síðastliðnar tvær vikur verður skylt að fara í PCR-próf við komuna til landsins og síðan að sæta fimm daga sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi á síðasta degi sóttkvíar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Þetta gildir um alla þá sem hafa dvalið á hááhættusvæði, sama hvort þeir séu bólusettir, hafa smitast áður af veirunni eða hvorugt.
Einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum þurfa jafnframt að framvísa neikvæðu Covid prófi áður en farið er um borð í flugvél sem er á leið til Íslands (þó að undanskildum þeim sem eru með tengsl við Ísland).
Sóttvarnarlæknir hvetur jafnframt Íslendinga til þess að sleppa því að ferðast til landa sem er skilgreind sem hááhættusvæði.
Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka
Þetta eru reglurnar sem taka gildi á morgun:
Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is.
Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet.
Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi.
Hér má finna tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.