Ríkisstjórnarmyndun samþykkt af öllum flokkum

Formenn stjórnarflokkanna, sem nú hafa endurnýjað sín heit.
Formenn stjórnarflokkanna, sem nú hafa endurnýjað sín heit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokks­fund­um Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks er nú lokið og samþykktu all­ir flokk­arn­ir þrír að end­ur­nýja rík­is­stjórn­ar­sam­starf flokk­anna. 

Miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks og flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna funduðu í all­an dag og farið yfir stjórn­arsátt­mála flokk­anna. Höfðu Miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks og flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks samþykkt stjórn­ar­mynd­un­ina um fimm­leytið í dag, en flokks­ráð Vinstri grænna samþykkti stjórn­ar­mynd­un­ina um sjöleytið.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Vinstri græn­um að 80% flokks­ráðsfull­trúa hafi samþykkt stjórn­arsátt­mál­ann, en á annað hundrað manns sótti fund­inn. Þar af voru tæp­lega hundrað með at­kvæðis­rétt sem flokks­ráðsfull­trú­ar.

Fund­ur­inn var hald­inn sem bæði fjar­fund­ur og staðfund­ur, þannig að VG-fólk allsstaðar að af land­inu átti hægt um vik að vera með. „Mikl­ar umræður urðu um stjórn­arsátt­mál­ann og var fund­ur VG lengri en sam­bæri­leg­ir fund­ir hinna stjórn­ar­flokk­anna, enda rík hefð inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar að ræða mál­in vel og lengi,“ seg­ir í til­kynn­ingu VG. 

Nokkr­ar til­fær­ing­ar verða á ráðuneyt­um í hinni nýju rík­is­stjórn, en heim­ild­ir mbl.is herma að til­kynnt hafi verið heil­brigðisráðuneytið muni falla Fram­sókn í skaut, ásamt nýju innviðaráðuneyti með sam­göngu-, sveit­ar­stjórn­ar-, hús­næðis- og skipu­lags­mál­um. 

Mennta- og menn­inga­málaráðuneyt­inu verður skipt upp og mun Fram­sókn fara með skóla- og barna­mál. Þá verður upp­stokk­un á at­vinnu­mál­um og mun Fram­sókn fara með ferðaþjón­ustu, menn­ingu, skap­andi grein­ar, viðskipti og sam­keppn­is­mál.

Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð mun stýra for­sæt­is­ráðuneyt­inu, fé­lags­málaráðuneyt­inu og mat­væla- sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyti. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun stýra fjár­málaráðuneyt­inu, um­hverf­is­ráðuneyt­inu, ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, dóms­málaráðuneyt­inu og hluta at­vinnu­mála með ný­sköp­un ásamt há­skóla­mál­um.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka