Einn stór misskilningur

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, seg­ir það á mis­skiln­ingi byggt að það komi til greina hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um að rífa hús við Reykja­vík­ur­veg til koma borg­ar­lín­unni fyr­ir.

„Varðandi þetta mál vil ég líta á það sem einn stór­an mis­skiln­ing,“ seg­ir Rósa og bæt­ir við að hún og full­trú­ar meiri­hlut­ans telji það alls ekki koma til greina að rífa um­rædd hús. Það hafi frá upp­hafi verið skýr stefna þeirra.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, sem býr skammt frá Reykja­vík­ur­vegi vakti á face­booksíðu sinni at­hygli á því að frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um við deilu­skipu­lags­breyt­ingu átti að renna út í gær og birti á síðunni mót­mæla­bréf sitt vegna máls­ins sem hann sendi Hafn­ar­fjarðarbæ. Frest­ur­inn  hef­ur nú verið fram­lengd­ur til 7. des­em­ber.

Rósa seg­ir nýtt deili­skipu­lag fyr­ir vest­ur­bæ Hafn­ar­fjarðar hafa verið í vinnslu þar sem svo­kallað vernd­ar­svæði skuli vera í byggð. Málið hafi verið vel kynnt, íbúa­fund­ir haldn­ir, bæði stór fund­ur sem hafi verið streymt og fund­ir með lóðahöf­um og íbúðaeig­end­um.

Hafnarfjörður.
Hafn­ar­fjörður. mbl.is

Mis­tök að láta orðalagið standa

Varðandi borg­ar­lín­una seg­ir hún að verk­fræðing­ar hafi lagt til að hún færi í gegn­um Reykja­vík­ur­veg í sam­göngusátt­mála. Það hafi verið skýr stefna henn­ar að á um­rædd­um kafla á veg­in­um færi borg­ar­lín­an í gegn­um al­menna um­ferð, eins og gert er ráð fyr­ir í sátt­mál­an­um að sum staðar sé hægt að gera. Höf­und­um skipu­lags­ins vegna vest­ur­bæj­ar Hafn­ar­fjarðar, þ.e. arki­tekt­um, hafi aft­ur á móti fund­ist að ávarpa þyrfti þann mögu­leika í grein­ar­gerð um vernd­ar­svæðið að rífa hús­in ef bæj­ar­yf­ir­völd­um framtíðar­inn­ar sner­ist hug­ur og fór til­lag­an þannig í aug­lýs­ingu. 

„Við skul­um bara viður­kenna að það voru mis­tök að láta þetta orðalag standa að heim­ilt væri að fjar­lægja til­tek­in hús,“ seg­ir Rósa um að þessi mögu­leiki hafi verið nefnd­ur í grein­ar­gerðinni og seg­ir að hús­in verði ekki rif­in á þeirra vakt. „Ég er til í að þetta verði tekið út ef þetta er að valda svona mikl­um mis­skiln­ingi,“ bæt­ir hún við. „Gömlu hús­in, ein­mitt við Reykja­vík­ur­veg og víðar, gera bæ­inn okk­ar að því sem hann er og þarna eru ein­stök hús með mjög mikla sögu. Þetta var al­gjör­lega skýrt í mín­um huga þegar var verið að ganga frá sam­göngusátt­mál­an­um,“ grein­ir hún frá. „Þetta kem­ur ekki til greina á okk­ar vakt, bara alls ekki.“

Frá kynningu á fyrstu framkvæmdalotu borgarlínu.
Frá kynn­ingu á fyrstu fram­kvæmdalotu borg­ar­línu. Teikn­ing/​Borg­ar­lín­an

Árétt­ar hún að þegar borg­ar­lína kem­ur í gegn­um Hafn­ar­fjörð, sem sam­kvæmt áætl­un á að ger­ast eft­ir fjög­ur til fimm ár, fer hún á þess­um veg­arkafla á Reykja­vík­ur­vegi í gegn­um al­menna um­ferð eins og strætó ger­ir í dag. Nefn­ir hún að bæj­ar- og borg­ar­yf­ir­völd ákveða hvernig borg­ar­lína fer í gegn­um þeirra svæði. „Við erum ekki að fara að þrengja göt­ur eða annað slíkt sem aðrir eru að gera.“

Spurð út í mögu­leik­ann sem skipu­lags­höf­und­ar nefndu um að rífa hús­in ef aðrir tækju við stjórn­inni í bæn­um seg­ir hún að ef nýir aðilar kæmu inn og vildu slíka veg­ferð þyrfti að taka deili­skipu­lagið aft­ur upp.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Skil­ur að íbú­um sé brugðið

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Jó­hann­es Þór Skúla­son vilja að húsaröðin við Reykja­vík­ur­veg verði inn­an vernd­ar­svæðis­ins. Ótækt sé að þau verði rif­in enda hluti af menn­ing­ar­sögu Hafn­ar­fjarðar og fimm hús séu þegar friðuð. Þetta veki einnig upp spurn­ing­ar um stöðu íbúa hús­anna og nefn­ir hann að bær­inn hafi ekki kynnt málið nægi­lega vel. Lang­flest­ir íbú­ar við Reykja­vík­ur­veg komi af fjöll­um vegna máls­ins.

Rósa kveðst skilja að íbú­um við göt­una sé brugðið. „Þess vegna er mjög gott að út­skýra að þetta eru alls ekki áform bæj­ar­yf­ir­valda og von­andi ekki neinna í framtíðinni.“

Face­book­færsla Jó­hann­es­ar Þórs:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert