„Þetta þing situr ekki aðeins í skugga lögbrota og óstaðfestra talninga, heldur jafnframt í skugga þeirra sterku ítaka sem löngu látinn Danakonungur hefur ennþá á íslenska stjórnskipan,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.
Hún sagði það úrelt að ákvæði um að alþingismenn skuli vera dómarar í eigin máli og ákveða hvort þeir séu rétt kjörnir.
„Það er því mótsagnakennt að minnast fullveldisins, á sama tíma og lögmæti þjóðþingsins sjálfs hvílir ennþá á löngu úreltum leikreglum Danakonungs.“
Þá sagði Arndís stjórnarsáttmálann og fjárlagafrumvarpið einnig vera mótsagnakennt. Hún sagði það mikilvægt að segja skilið við afturhaldið.