Vandrataður meðalvegur hjá eftirlitsstofnunum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eftirlitsstofnanir séu mikilvægar, líkt og áhersla sé lögð á í stjórnarsáttmála, en hlutverk þeirra sé fyrst of fremst að þjóna almannahagsmunum. Mikilvægt sé að það sé ekki of íþyngjandi, gangi of hart fram eða gæti ekki meðalhófs.

Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra í Dagmálum í dag, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum. Þáttinn allan má nálgast með því að smella hér.

Vitaskuld þurfi að gæta hófs

„Eftirlit er auðvitað mikilvægt,“ segir Katrín og bætir við að eftirlitsstofnanir þurfi einnig að sinna leiðbeiningarhlutverki. „Við höfum dæmi um eftirlitsstofnanir, sem hafa komið með mikilvægar ábendingar. Ég get nefnt fjármálaeftirlitið, sem er hluti af Seðlabankanum. Það er augljóslega eftirlitsstofnun, sem við viljum að sé stöðugt á vaktinni gagnvart því sem gerist á fjármálamarkaði.“

Hún fellst á að í litlu landi þurfi vitaskuld að gæta hófs í þessum efnum. „Við þurfum að tryggja að eftirlitið sé skilvirkt, þjóni almannahagsmunum og að eftirlitsstofnanir sinni leiðbeiningarskyldu.“

„Skilvirkt og gagnsætt eftirlit með almannahag að leiðarljósi, það er eitthvað sem við viljum hafa,“ segir Katrín. „En að sjálfsögðu eigum við alltaf að vera meðvituð um það að þetta verði ekki of íþyngjandi eða of hart sé fram gengið og ekki sé gætt meðahófs í eftirliti. Þarna er þessi vandrataði meðalvegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka