Raunhæfur möguleiki að komast bráðum út úr Covid

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk sinn örvunarskammt í lok síðasta mánaðar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk sinn örvunarskammt í lok síðasta mánaðar.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir tel­ur „raun­hæf­an mögu­leika“ á því að Íslend­ing­um muni tak­ast á næstu vik­um og mánuðum að kom­ast að mestu út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. „Hins veg­ar er óljóst hvort reglu­lega muni þurfa að gefa örvun­ar­skammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýj­um bólu­efn­um,“ skrif­ar Þórólf­ur í grein í Lækna­blaðið sem kom út í dag. 

Þá seg­ir Þórólf­ur ljóst að bar­átt­unni við COVID-19 muni ekki ljúka fyrr en tek­ist hef­ur að vinna bug á far­aldr­in­um í heim­in­um öll­um en það get­ur tekið nokk­ur ár.

„Við þurf­um því að vera til­bú­in til að beita ýmis kon­ar aðgerðum á næstu árum í sam­ræmi við þróun far­ald­urs­ins hér á landi og ann­ars staðar,“ skrif­ar Þórólf­ur.

Hann tel­ur tvær leiðir fær­ar út úr far­aldr­in­um.

„Ann­ars veg­ar þurf­um við að fá virka lyfjameðferð gegn veirunni og/​eða hins veg­ar þurf­um við að ná hjarðónæmi í sam­fé­lag­inu.“

Örvun­ar­bólu­setn­ing gefi góða raun

Þórólf­ur seg­ir von­ir bundn­ar við að fljót­lega komi á markað tvö ný lyf við COVID-19.

„Lyf­in eru frá lyfja­fyr­ir­tækj­un­um Merck (Molnupira­v­ir) og Pfizer (Paxlovid) og eru nú met­in hjá Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA). Í skoðun er hvort sækja eigi um und­anþágu fyr­ir notk­un lyfj­anna hér á landi þannig að ekki þurfi að bíða eft­ir markaðsleyfi en ljóst er að lyf­in munu verða dýr og ein­ung­is í boði fyr­ir þá sem lík­legt er að veikist al­var­lega af COVID-19. Einnig á eft­ir að koma í ljós hversu mik­il virkni lyfj­anna raun­veru­lega er og hvort þau eru laus við auka­verk­an­ir.“

Um það hvort Íslend­ing­um muni tak­ast að ná hjarðónæmi með bólu­setn­ingu seg­ir Þórólf­ur að hjarðónæmi muni ekki nást með tveim­ur skömmt­um af bólu­efni, þ.e. svo­kallaðri grunn­bólu­setn­ingu.

„Örvun­ar­bólu­setn­ing 5-6 mánuðum eft­ir grunn-bólu­setn­ingu (skammt tvö) gef­ur hins veg­ar góðar von­ir um að með henni muni nást gott ónæmi sem hindra muni sam­fé­lags­lega út­breiðslu. Því er mik­il­vægt að í fyrsta lagi tak­ist að bólu­setja sem flesta með grunn­bólu­setn­ingu og í öðru lagi að flest­ir/​all­ir þiggi örvun­ar­bólu­setn­ing­una,“ skrif­ar Þórólf­ur.

Tek­ur eitt til tvö ár að ná hjarðónæmi með nátt­úru­legri sýk­ingu

Hann seg­ir það sína helstu von að víðtækt ónæmi ná­ist í sam­fé­lag­inu sem stöðvi þá sam­fé­lags­legt smit.

„Okk­ar helsta von er sú að við náum víðtæku ónæmi í sam­fé­lag­inu sem stöðva mun sam­fé­lags­leg smit. Ef við ætl­um að ná hjarðónæmi með nátt­úru­legri sýk­ingu mun það taka 1-2 ár ef miðað er við að dag­leg smit verði ekki fleiri en 100. All­an þann tíma þyrft­um við að búa við tölu­verðar tak­mark­an­ir til að missa ekki tök­in á fjölda smita og jafn­vel 100 smit á dag væru of mörg fyr­ir okk­ar spít­ala­kerfi og sam­fé­lag,“ skrif­ar Þórólf­ur.

Aðeins 0,2% hér­lend­is smit­ast aft­ur

Hann seg­ir að mikl­ar von­ir hafa verið bundn­ar við að þeir sem smit­ast af COVID-19 öðlist var­an­legt ónæmi gegn end­ursmiti.

„Hér á landi hafa ein­ung­is 27 manns end­ur­sýkst af 15.321 sem greinst hafa með COVID-19 (0,2%) sem sýn­ir að gott ónæmi mynd­ast við nátt­úru­legt smit. Ekki er vitað hversu lengi það end­ist.“

Lækna­blaðið er hægt að lesa í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert