Skólahald fellur niður í Hlíðaskóla í Reykjavík á morgun og þriðjudaginn vegna fjölmarga Covid-smita í skólanum.
Þetta kemur fram í frétt á vef skólans.
Þar segir enn fremur að allir nemendur skólans, sem eru frá 1. til 10. bekk, þurfi að fara í Covid-próf, áður en þeir mæta aftur í skólann.
Mælt er með því að fara í skimun seinnipart þriðjudags til að niðurstaða hafi borist á miðvikudagsmorgun.
Bent er á að börn sem hafa verið í sóttkví þurfi að fara í PCR-próf en aðrir fari í hraðpróf.