Landsvirkjun skerðir til stórnotenda

Á 10 dögum rann því framhjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun …
Á 10 dögum rann því framhjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun allra bræðslna á landinu, þegar vertíð er góð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landvirkjun hefur ákveðið að skerða afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja strax, en ekki í janúar eins og áður var ætlunin.

Skerðingin nær ekki bara til fiskimjölsverksmiðja heldur einnig til þeirra stórnotenda sem eru með skerðanlega skammtímasamninga, t.d. gagnaver og álver. Landsvirkjun hefur einnig hafnað öllum óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmyntagraftar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Ástæður fyrir flýtingu skerðingarinnar eru þó nokkrar en Landsvirkjun minnist á það í tilkynningu sinni að raforkuvinnsla frá öðrum framleiðanda sem átti að koma inn í vikunni  komi nú ekki fyrr en í lok næstu viku. Þá hefur Krókslón hefur lækkað mikið auk þess sem bilun kom upp í vél í Búrfelli og fyrirséð að hún komist ekki í lag fyrr en í vor.

Flutningsgetan fullnýtt

Einnig segir í tilkynningunni að geta rafflutningskerfisins sé fullnýtt og að það ráði ekki við alla þá orku sem væri hægt að flytja milli landshluta. Tekið er sem dæmi að í sumar þegar Hálslón fylltist að þremur dögum eftir það nam afl yfirfallsins um 2000 MW. 

„Á 10 dögum rann því framhjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun allra bræðslna á landinu, þegar vertíð er góð. Með sterkara flutningskerfi hefði mátt nýta stóran hluta þeirrar orku sem rann fram hjá. Áætla má að takmarkanir í flutningskerfinu dragi úr vinnslugetu kerfisins sem nemur allt að 500 GWh.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert