Gæti dregið Ásgeir fyrir dóm í Noregi

Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson.
Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson. Samsett mynd

Kæra rit­höf­und­ar­ins Berg­sveins Birg­is­son­ar vegna meints ritstuld­ar Ásgeirs Jóns­son­ar seðlabanka­stjóra verður tek­in fyr­ir á fundi siðanefnd­ar Há­skóla Íslands á mánu­dag­inn.

Henry Al­ex­and­er Henrys­son, einn nefnd­ar­manna, staðfesti þetta við Frétta­blaðið. Fleiri mál verða tek­in fyr­ir á fund­in­um en meðferð mála sem þess­ara get­ur tekið upp und­ir hálft ár.

Berg­sveinn seg­ist ætla að sjá hvernig málið fari hjá siðanefnd­inni, áður en hann taki af­stöðu til mögu­legr­ar máls­höfðunar. Hún yrði lík­lega hjá norsku for­lagi hans, þar sem bók­in Leit­in að svarta vík­ingn­um kom fyrst út á norsku.

Nefnd um vandaða starfs­hætti í vís­ind­um, sem var skipuð fyr­ir tveim­ur árum og á að skoða kvart­an­ir á borð við þá sem siðanefnd HÍ hef­ur á borði sínu, hef­ur aldrei tekið til starfa, að sögn Frétta­blaðsins. Kvört­un Berg­sveins hef­ur skilað sér til for­manns nefnd­ar­inn­ar og verður hún tek­in fyr­ir þar um leið og hún tek­ur til starfa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert