Andlát vegna veirunnar í gær

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Sjúklingur sem lá á Landspítala vegna kórónuveirunnar lést í gær og hafa því nú alls 36 látist hér á landi það sem af er faraldrinum.

Þetta kemur fram á vef Landspítala.

Nú eru 16 á Landspítala vegna veirunnar. Átta virk smit eru á smitsjúkdóma- og almennri lyflækningadeild.

Fjórir eru alls á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka