13 á spítala vegna Covid-19

1.481 er í eftirliti göngudeildarinnar.
1.481 er í eftirliti göngudeildarinnar. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell

13 sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél. Þá er 1.481 sjúklingur í eftirliti Covid-19 göngudeildar spítalans, þar af 540 börn. 

Jafnmargir lágu á spítala í gær.

Landspítali er nú á hættustigi. 

„Samkvæmt skilgreiningu er hættustig þegar orðinn atburður kallar á að starfað sé eftir viðbragðsáætlun. Aukið og breytt álag er á fjölmargar starfseiningar. Þetta getur falið í sér bæði breytta starfsemi og tilflutning á verkefnum og starfsfólki,“ segir á vef Landspítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert