Árni sakar Ásgeir líka um ritstuld

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Önnur ásök­un um meint­an ritstuld Ásgeirs Jóns­son­ar seðlabanka­stjóra kem­ur frá sagn­fræðingn­um Árna H. Kristjáns­syni. Í sam­tali við Frétta­blaðið seg­ir hann Ásgeir hafa, ásamt öðrum, framið ritstuld við rit­un Skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um rann­sókn á aðdrag­anda og or­sök­um erfiðleika og falls spari­sjóðanna.

Ásgeir var einn af höf­und­um skýrsl­unn­ar. Hún kom út á veg­um Alþing­is árið 2014.

Berg­sveinn Birg­is­son rit­höf­und­ur sakaði Ásgeir ný­verið um ritstuld. Er sú ásök­un til­kom­in vegna bók­ar­inn­ar Eyj­an hans Ing­ólfs sem Ásgeir skrifaði og kom út ný­verið. Berg­sveinn tel­ur að Ásgeir hafi byggt bók­ina á bók­inni Leit­in að svarta vík­ingn­um sem Berg­sveinn skrifaði. 

Ásgeir seg­ist ekki kann­ast við deil­ur um höf­und­ar­rétt

Ásgeir hef­ur neitað sök í því máli og sagði hann í færslu á Face­book fyr­ir viku síðan að þarna hefði hann verið „þjóf­kennd­ur í fyrsta skipti á æv­inni“.

Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins þykir Árna skjóta skökku við að seðlabanka­stjóri hafi látið þessi um­mæli falla þar sem að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem Ásgeir hafi verið sakaður um ritstuld. Árni bæt­ir um bet­ur og seg­ir að það hafi verið staðfest.

Frétta­blaðið sendi fyr­ir­spurn á Ásgeir um málið og seg­ir að hann geti engu svarað um málið, hann hafi komið að verk­inu á loka­stig­um og viti ekk­ert um höf­und­ar­rétt­ar­deil­ur vegna þess.

Í frétt Frétta­blaðsins er málið rakið nán­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert