200 smit innanlands – nálægt smitmeti

Röð í skimun við Suðurlandsbraut.
Röð í skimun við Suðurlandsbraut. mbl.is/Þorsteinn

200 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri smit greinst inn­an­lands en það var 15. nóv­em­ber síðastliðinn þega 206 smit greind­ust. Aldrei hafa fleiri smit greinst um helgi en al­mennt eru færri kór­ónu­veiru­sýni tek­in um helg­ar en á virk­um dög­um.

124 þeirra sem greind­ust voru utan sótt­kví­ar við grein­ingu. Nú eru 1724 í ein­angr­un og 2450 í sótt­kví.

Níu smit greind­ust við landa­mær­in en um er að ræða bráðabirgðatöl­ur frá al­manna­vörn­um.

Fjöldi PCR sýna sem tek­inn var í gær mun birt­ast á covid.is þegar heimasíðan verður upp­færð á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert