200 smit innanlands – nálægt smitmeti

Röð í skimun við Suðurlandsbraut.
Röð í skimun við Suðurlandsbraut. mbl.is/Þorsteinn

200 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri smit greinst innanlands en það var 15. nóvember síðastliðinn þega 206 smit greindust. Aldrei hafa fleiri smit greinst um helgi en almennt eru færri kórónuveirusýni tekin um helgar en á virkum dögum.

124 þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 1724 í einangrun og 2450 í sóttkví.

Níu smit greindust við landamærin en um er að ræða bráðabirgðatölur frá almannavörnum.

Fjöldi PCR sýna sem tekinn var í gær mun birtast á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert