Bólar ekkert á minnisblaði

Minnisblaðið var á lokametrunum í morgun.
Minnisblaðið var á lokametrunum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað hafa borist frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þegar mbl.is náði sambandi við hann í kvöld. 

Á föstudag kvaðst Willum eiga von á að fá minnisblaðið í hendurnar um helgina en núgildandi takmarkanir innanlands renna út þann 22. desember.

Í viðtali við mbl.is í morgun sagði Þórólfur að minnisblaðið væri í smíðum og væri nú á lokametrunum. Þá hefur hann áður sagt að afléttingar fyrir jól séu ólíklegar þó hann hafi ekki gefið upp hverju megi búast við á minnisblaðinu.

200 kórónuveirusmit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala óttast að útbreiðsla smita stefni í veldisvöxt. Telur hann að hæglega megi búast við 600 smitum á dag á næstunni. Segir hann þörf á frekari samkomutakmörkunum til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert