Leggur til 20 manna samkomutakmarkanir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til 20 manna samkomubann.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til 20 manna samkomubann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sótt­varna­lækn­ir legg­ur til 20 manna sam­komutak­mark­an­ir í minn­is­blaði sem hann hef­ur af­hent heil­brigðisráðherra, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Þá legg­ur hann til að grunn­skól­ar, fram­halds­skól­ar og há­skól­ar hefji ekki starf­semi fyrr en 10. janú­ar.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur áherslu á að heilbrigðisráðuneytið hafi …
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra legg­ur áherslu á að heil­brigðisráðuneytið hafi loka­orðið um aðgerðir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra, seg­ir þess­ar upp­lýs­ing­ar ekki fjarri lagi en vill þó ekki staðfesta neitt um inni­hald minn­is­blaðsins fyrr en það verður tekið fyr­ir á rík­is­stjórn­ar­fundi á morg­un. Síðan myndi heil­brigðisráðuneytið gefa út reglu­gerð eins og vant er.

Rúv hef­ur þá greint frá því að sótt­varna­lækn­ir leggi til að tveggja metra ná­lægðarregla verði tek­in upp í stað eins metra reglu, sem er í gildi nú. Jafn­framt verði 200 manna hólf skil­greind á fjölda­sam­kom­um og þar þurfi að fram­vísa nei­kvæðum hraðpróf­um. Sund­laug­ar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar megi taka við helm­ingi færri gest­um og opn­un­ar­tími veit­ingastaða verði stytt­ur enn frek­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka