Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur í borginni

Samfylkingin, flokkur borgarstjóra, tapar þremur prósentum og einum borgarfulltrúa.
Samfylkingin, flokkur borgarstjóra, tapar þremur prósentum og einum borgarfulltrúa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík en núverandi meirihluti heldur naumlega velli. Samfylkingin, flokkur borgarstjóra, tapar þremur prósentum og einum borgarfulltrúa samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið.

Rúmlega 30% aðspurðra ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningum í vor, nánast jafnmörg og í kosningunum 2018.

Píratar fara úr 8% fylgi í tæplega 15% samkvæmt könnuninni. Hinir flokkar meirihlutans, Viðreisn og VG, bæta báðir við sig fylgi.

Samkvæmt þessi fengi Sjálfstæðisflokkurinn áfram átta borgarfulltrúa, Samfylkingin færi úr sjö í sex, Pírötum fjölgar úr tveimur í þrjá, Viðreisn heldur sínum tveimur og VG sínum eina.

Sósíalistar og Flokkur fólksins halda hvor sínum fulltrúa en samkvæmt þessu kæmi framsókn inn manni í stað Miðflokksins.

Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 13.-22. desember. Úrtakið var 1.700 manns og svarhlutfall 51%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert