Inflúensa vetrarins er enn ekki farin að herja á landsmenn. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, segist hafa heyrt af einu tilviki og sé nokkuð um liðið frá því það kom upp.
Töluvert er um öndunarfærasýkingar en þó minna en í haust, samkvæmt upplifun starfsmanna Læknavaktarinnar. Veirusýkingar sem leggjast á börn hafa verið mest áberandi enda sumar þeirra alvarlegar.
Gunnlaugur segir að það vandamál sé vaxandi að erfitt sé að greina á milli einkenna Covid-19 og kvefpesta nú þegar Ómíkron-afbrigðið er að verða allsráðandi.