Áhættan hugsanlega meiri en ávinningurinn

Jón telur þessar rannsóknir til þess fallnar að breyta umræðunni …
Jón telur þessar rannsóknir til þess fallnar að breyta umræðunni að einhverju leyti.

Niður­stöður rann­sókn­ar í vís­inda­rit­inu Nature Medic­ine fyrr í des­em­ber sýna fram á að auk­in hætta sé á því að fá hjarta­vöðva­bólgu eft­ir bólu­setn­ingu með bólu­efni Moderna, í sam­an­b­urði við að smit­ast af veirunni sem veld­ur Covid-19.

Í ann­arri grein sem birt­ist í gær er rýnt bet­ur í þau gögn sem áður voru sett fram. Þar kem­ur í ljós að töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur er hjá karl­mönn­um yngri en 40 ára, ef horft er til tíðni hjarta­vöðva­bólgu eft­ir þriðja skammt af bólu­efni Pfizer og eft­ir ann­an skammt af bólu­efni Moderna, miðað við tíðnina hjá þeim sem sýkj­ast af veirunni.

Ættu að hugsa sinn gang

Þetta út­skýr­ir Jón Ívar Ein­ars­son, pró­fess­or við lækna­deild Har­vard-há­skóla, fyr­ir blaðamanni mbl.is. Um er að ræða einu tvö bólu­efn­in sem fram­leidd eru með mRNA-tækni.

„Auðvitað veld­ur Covid ekki bara hjarta­vöðva­bólgu, það get­ur valdið alls kon­ar öðrum vand­ræðum, þannig með þessu er kannski ekki verið að segja að yngri karl­menn ættu að forðast örvun­ar­bólu­setn­ingu. Hins veg­ar ættu þeir að hugsa sinn gang með það,“ seg­ir Jón.

„Vegna þess að það virðist vera hærri tíðni af hjarta­vöðva­bólgu eft­ir örvun­ar­bólu­setn­ingu en eft­ir að hafa fengið Covid. Ef þú ert heil­brigður karl­maður yngri en 40 ára þá eru mjög litl­ar lík­ur á því að veikj­ast al­var­lega af völd­um Covid.“

Gögn­in breyti umræðunni

Jón tel­ur þess­ar rann­sókn­ir til þess falln­ar að breyta umræðunni að ein­hverju leyti. Mik­il­vægt sé að líta til ald­urs, kyns og áhættuþátta þegar bólu­setn­ing­ar eru ann­ars veg­ar.

„Bólu­setn­ing­ar eru samt mjög mik­il­vægt verk­færi í bar­átt­unni og ég hef alltaf verið hlynnt­ur bólu­setn­ing­um al­mennt, sér­stak­lega fyr­ir áhættu­hópa.“

Vanda­málið við seinni fræðigrein­ina er að sögn Jóns það að aðeins séu skoðuð gögn­in fyr­ir þenn­an ákveðna hóp, karl­menn yngri en 40 ára. Ekki sé gerður grein­ar­mun­ur á smærri hóp­um inn­an meng­is­ins, eins og til dæm­is börn­um og ung­ling­um.

„Það get­ur vel verið að hjá börn­um og ung­um strák­um sé tíðnin eða hætt­an kannski enn meiri,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að hann sjái ekki sterk rök fyr­ir því að bólu­setja heil­brigð börn sem eiga í lít­illi hættu á að veikj­ast al­var­lega af völd­um veirunn­ar.

Lúxusvanda­mál hjá okk­ur

„Ég er á því að það sé ekki nauðsyn­legt að bólu­setja heil­brigð börn, því ég hef áhyggj­ur af því að áhætt­an hjá þeim við að fá bólu­efni gæti hugs­an­lega verið meiri en ávinn­ing­ur­inn, sér­stak­lega hjá strák­um, en við vit­um það ekki nógu vel ennþá.

Þau börn sem eru í áhættu­hóp­um – þeim er vissu­lega ákveðin áhætta fólg­in í því að fá Covid og það er þess virði að vernda þau með bólu­efn­um,“ seg­ir hann og held­ur áfram:

„Mér finnst það vera ákveðið lúxusvanda­mál hjá okk­ur að bólu­setja ein­stak­linga sem staf­ar mjög lít­il áhætta af Covid og geta hugs­an­lega fengið auka­verk­an­ir, á meðan í þró­un­ar­lönd­um er ekki búið að bólu­setja heil­brigðis­starfs­menn einu sinni. Þetta er skrýt­in for­gangs­röðun svona al­mennt og Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in hef­ur bent á það meðal ann­ars.“

Spurður hvað valdi því að tíðni sé hærri af hjarta­vöðva­bólgu hjá karl­mönn­um yngri en 40 ára, sem hafa verið bólu­sett­ir með mRNA-bólu­efni, seg­ir Jón að það sé hrein­lega ekki vitað.

Jón segist ekki sjá að það sé stemning í þjóðfélaginu …
Jón seg­ist ekki sjá að það sé stemn­ing í þjóðfé­lag­inu fyr­ir mjög ströng­um tak­mörk­un­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þarf að huga að lang­tíma­lausn­um

„Það er greini­legt að bólu­setn­ing­ar leysa ekki vand­ann að fullu og ég held að það þurfi að huga frek­ar að lang­tíma­lausn­um og hugsa þetta þannig að við eig­um ör­ugg­lega eft­ir að eiga við þessa veiru tölu­vert lengi. Þá þarf að hugsa þetta þannig að sam­fé­lagið gangi sem best.“

Jón seg­ist ekki sjá að það sé stemn­ing í þjóðfé­lag­inu fyr­ir mjög ströng­um tak­mörk­un­um og sér­stak­lega ekki í lang­an tíma, en seg­ir þó að mik­il­vægt sé að und­ir­búa það bet­ur að aflétta öllu.

„Það þarf að und­ir­búa það aðeins, ég held að það sé ekki tíma­bært að sleppa þessu lausu akkúrat núna, en á ein­hverj­um tíma­punkti þarf að gera það,“ seg­ir Jón og nefn­ir meðal ann­ars að gott væri að út­búa sér­staka stofn­un fyr­ir Covid-sjúk­linga og hvetja fólk til að fara í bólu­setn­ingu áður en öllu yrði aflétt.

Búum okk­ur und­ir það versta 

„Spít­ala­kerfið okk­ar eins og það er núna er veikt og hef­ur verið það. Þessi far­ald­ur hef­ur af­hjúpað það og það hafa því miður ekki verið gerðar ráðstaf­an­ir, þótt við séum búin að vera í þessu í tvö ár, til að laga eða und­ir­búa það nægi­lega vel.“

Jón var ekki til­bú­inn að segja fyr­ir um það hvenær hægt yrði að leyfa veirunni að leika laus­um hala. Það væri að minnsta kosti ekki strax.

„Ég held að það þurfi meira til áður en við slepp­um þessu lausu. Það sem ég hef sagt er: Búum okk­ur und­ir það versta og von­um það besta. Við ætt­um að vera bet­ur und­ir­bú­in en þarf, ef eitt­hvað er. Ég held að það sé betri mögu­leiki en hinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka