836 smit innanlands – enn eitt metið

Röðin í sýnatöku hefur verið löng síðustu daga.
Röðin í sýnatöku hefur verið löng síðustu daga. mbl.is/Sigurður Bogi

836 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær, þar af voru 255 í sótt­kví við grein­inguÞetta kem­ur fram á covid.is þar sem enn frem­ur kem­ur fram að alls hafi 893 smit greinst í gær, þar af 57 á landa­mær­un­um. Er um metfjölda smita að ræða, bæði innanlands og á landamærunum.

Áður höfðu mest greinst 664 smit inn­an­lands en það var í fyrradag. Ný­gengi inn­an­lands­smita á hverja 100 þúsund íbúa er 1359,1 og hef­ur það aldrei verið hærra.

Tek­in voru 5.695 sýni, þar af 3.522 ein­kenna­sýni. Alls voru 20,93% ein­kenna­sýna já­kvæð en í gær voru 26,29% ein­kenna­sýna já­kvæð.

4.995 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19 og 7.060 í sótt­kví.

21 er á sjúkra­húsi, þar af fjórir á gjör­gæslu.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert