Lögreglunni var tilkynnt um mann vopnaðan byssu og sveðju í Árbæ í dag. Hann var handtekinn stuttu síðar og færður í fangaklefa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Tilkynnt var einnig um slagsmál í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur, en málið var afgreitt á vettvangi.
Sömuleiðis barst lögreglu tilkynning um búðarhnupl, en sá sem átti sök var handtekinn og færður í fangageymslu vegna ástands síns.