Niðurstaða liggur væntanlega fyrir á morgun

Víðir segir að niðurstaða muni væntanlega liggja fyrir á morgun.
Víðir segir að niðurstaða muni væntanlega liggja fyrir á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verið er að leggja mat á gögn frá sótt­varna­stofn­un Band­ríkj­anna sem lágu að baki þeirri ákvörðun að stytta ein­angr­un smitaðra ein­stak­linga sem eru ein­kenna­laus­ir, úr tíu dög­um í fimm. Gert er ráð fyr­ir að þeirri vinnu ljúki í síðasta lagi á morg­un.

Þetta seg­ir Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna, í sam­tali við mbl.is.

Færsla Land­spít­ala yfir á neyðarstig fyrr í dag, vegna vax­andi álags, kann að setja strik í reikn­ing­inn við ákv­arðana­tök­una.

Mun virka fyr­ir marga en ekki alla

Spurður hvort það sé ekki hætt við því að far­ald­ur­inn fari úr bönd­un­um ef ein­angr­un­ar­tími verður stytt­ur og fólki fal­in sú ábyrgð í staðinn að bera grímu í kring­um annað fólk seg­ir Víðir: 

„Ef það verður metið þannig þá mun­um við ekki gera þetta, en sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna er með gríðarleg­an fjölda sér­fræðinga og mikla hópa sem þeir geta rann­sakað. Hingað til hafa gögn þeirra reynst okk­ur nokkuð góð og við höf­um farið eft­ir þeirra mati í mörg­um til­fell­um. En það er auðvitað breytt staða hjá okk­ur núna því Land­spít­al­inn fór yfir á neyðarstig núna rétt áðan, þannig að við verðum að taka til­lit til þess í okk­ar vinnu.“

Þá bend­ir Víðir á að verði þessi stytt­ing að veru­leika hér á landi, þá muni hún ekki ganga yfir alla. Hún eigi til að mynda aðeins við al­veg ein­kenna­lausa, en mjög marg­ir fái ein­hver ein­kenni, þótt þau séu væg. Þá geti starfs­fólk heil­brigðis­stofn­ana og hjúkr­un­ar­heim­ila ekki mætt til vinnu eft­ir fimm daga ein­angr­un. 

„Þetta fer allt eft­ir því hvernig þú ert og hverja þú um­gengst, hvort þú mun­ir falla und­ir þessa fimm daga reglu eða þú þurf­ir að vera í tíu daga. Þetta mun virka fyr­ir marga en ekki alla.“

Þrír í önd­un­ar­vél

Smit hafa nú bæði greinst meðal starfs­manna og sjúk­linga, meðal ann­ars á hjarta­gátt, bráðamót­töku og Landa­koti. 21 sjúk­ling­ur ligg­ur á spít­al­an­um með Covid-19, fjór­ir eru á gjör­gæslu, þar af þrír í önd­un­ar­vél. Þá eru um 100 starfs­menn spít­al­ans í ein­angr­un og fjöl­marg­ir í sótt­kví.

Í til­kynn­ingu frá far­sótt­ar­nefnd í dag kom fram að þung­ar áhyggj­ur væru af stöðunni, en met­fjöldi smita hef­ur greinst upp á hvern dag og gert er ráð fyr­ir að smit­um haldi áfram að fjölga.

Þurfa að heim­færa gögn­in

„Við höf­um fundað með lækn­um Land­spít­al­ans í dag og eins og þeir fóru vel yfir með okk­ur, að þótt fólk hafi lagst inn út af ein­hverju öðru, þegar það er komið Covid ofan í jafn­vel erfið veik­indi, þá verða sjúk­ling­ar miklu þyngri í allri meðferð og meiri hætta á að þeir veikist al­var­lega,“ seg­ir Víðir. Hann bend­ir á að sjúk­ling­ar með Covid krefj­ist mun meira ut­an­um­halds en aðrir og varn­ar­búnaðar starfs­fólks, sem geri alla umönn­un þyngri.

Þetta þarf allt að meta við ákv­arðana­tök­una, sem og fleiri þætti, að sögn Víðis.

„Það þarf ann­ars veg­ar að skoða hvaða gögn þetta eru sem lágu að baki þess­ari ákvörðun sótt­varna­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna og hins veg­ar að heim­færa það yfir til okk­ar. Við höf­um gert það í mörg­um til­fell­um að nota rann­sókn­ir og gögn frá þeim til að styðja við ákv­arðanir sem hér hafa verið tekn­ar.“

Eins og áður sagði má bú­ast við að niðurstaða liggi fyr­ir á morg­un og breyt­ing­ar þá kynnt­ar í kjöl­farið, ef af þeim verður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert