Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu

Biðin eftir niðurstöðu getur verið löng.
Biðin eftir niðurstöðu getur verið löng. mbl.is/Auðun

Mjög mörg einkennasýni vegna mögulegra Covid-smita (PCR próf) eru tekin þessa dagana og mikinn tíma tekur að greina þau öll. Bið eftir niðurstöðu getur orðið allt að 72 tímar, að því er fram kemur á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þar segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta biðina.

Fólk er enn fremur beðið um að hringja ekki á heilsugæslustöðvar til að spyrja um niðurstöður, það flýti ekki fyrir neinu.

Til að mynda voru 6.236 sýni tekin í gær. Talað hefur verið um að hægt sé að greina 5.000 sýni á dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert