Óbólusettir endurskoði sína ákvörðun sem fyrst

mbl.is/Jón Pétur

Far­sótta­nefnd og viðbragðsstjórn Land­spít­al­ans hafa þung­ar áhyggj­ur af þeim hópi fólks sem ekki hef­ur látið bólu­setja sig. Þau segja að töl­ur um fjölda inn­lagna og al­var­legra veik­inda meðal fólks í þess­um hópi tali sínu máli.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að frá upp­hafi fjórðu bylgju í sum­ar hafi 43% inn­lagna (110 ein­stak­ling­ar) verið úr hópi óbólu­settra sem telji um 27 þúsund manns á meðan 54% inn­lagna (140 ein­stak­ling­ar) hafi komið úr hópi full­bólu­settra sem eru nær 300 þúsund. Nú sé svo komið að 5 af 6 sjúk­ling­um á gjör­gæslu séu óbólu­sett­ir.

„Starfs­fólk Land­spít­ala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólu­setja sig að end­ur­skoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spít­al­ans vegna og í þágu sam­fé­lags­ins alls,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá kem­ur fram, að allt frá fyrstu bylgju Covid-19 far­ald­urs hafi Land­spít­ali stuðst við spálík­an um álag af völd­um Covid-19 við skipu­lagn­ingu á þeim aðgerðum sem gripið sé til. Þetta spálík­an hafi verið upp­fært m.t.t. þeirra for­sendna sem þekkt­ar séu um hið nýja Ómíkron-af­brigði veirunn­ar og byggi á spá Thors Asp­e­lund um fjölda smita í yf­ir­stand­andi bylgju. Spálíkanið meti álag á Covid-göngu­deild, legu­deild­ir og gjör­gæslu­deild­ir auk þess að spá fyr­ir um fjölda smitaðra barna og fjölda sýna sem þurfi að greina á sýkla- og veiru­fræðideild.

Bú­ast má við tölu­verðu álagi þrátt fyr­ir að inn­lagn­ar­hlut­fall sé lægra en í fyrri bylgj­um

„For­send­ur nú­ver­andi spár gera ráð fyr­ir inn­lagn­ar­hlut­falli upp á 0,7% sem er í sam­ræmi við inn­lagn­artíðni t.d. í Dan­mörku og Bretlandi. Að öðru leyti tek­ur líkanið mið af sögu­leg­um gögn­um spít­al­ans ásamt aldri og bólu­setn­ing­ar­stöðu smitaðra, m.a. til að meta legu­tíma og lík­ur á gjör­gæslu­inn­lögn.

Þar sem yf­ir­stand­andi bylgja stefn­ir í um­tals­vert fleiri smit en þekk­ist úr fyrri bylgj­um má bú­ast við tölu­verðu álagi á spít­al­ann þrátt fyr­ir að inn­lagn­ar­hlut­fall sé lægra en í fyrri bylgj­um. Strax upp úr ára­mót­um má því gera ráð fyr­ir að 25 Covid sjúk­ling­ar verði á legu­deild og átta á gjör­gæslu. Ef ekki tekst að draga úr fjölda smita mun fjöldi inniliggj­andi sjúk­linga vaxa hratt og í kring­um 10. janú­ar geta orðið allt að 60 Covid sjúk­ling­ar á legu­deild­um og 15 á gjör­gæslu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir, að ljóst sé að hið nýja Ómíkron-af­brigði hegði sér tals­vert öðru­vísi en fyrri af­brigði veirunn­ar. Þó svo að draga megi lær­dóm af reynslu í öðrum lönd­um þá sé enn ekki ljóst hver út­kom­an sé miðað við aðstæður hér á landi, t.d. stöðu örvun­ar­bólu­setn­inga og eft­ir­lit á göngu­deild Covid.

„Meðan svo er þá er erfitt að spá fyr­ir um álag á heil­brigðis­kerfið en nú­ver­andi spá gef­ur þó hug­mynd um hver út­kom­an gæti orðið miðað við það sem vitað er um hegðun veirunn­ar í öðrum lönd­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert