Óþarfi að æsa sig yfir hverju nýju afbrigði

Þórólfur segir það bara til að æra óstöðugan að velta …
Þórólfur segir það bara til að æra óstöðugan að velta vöngum yfir hverju afbrigði sem greinist. Ljósmynd/Lögreglan

Reglu­lega hafa komið fram ný af­brigði kór­ónu­veirunn­ar. Ómíkron-af­brigðið er það nýj­asta sem hef­ur náð ein­hverri út­breiðslu, en líkt og flest­ir vita hef­ur það farið eins og eld­ur í sinu um heims­byggðina síðustu vik­ur.

Það er nú orðið ráðandi á Íslandi en um 90 pró­sent allra smita sem grein­ast hér á landi eru af völd­um af­brigðis­ins. Delta-af­brigðið ber ábyrgð á 10 pró­sent smita, en það er enn ráðandi hjá börn­um.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir al­veg óþarfi að æsa sig yfir hverju nýju af­brigði sem grein­ist. Betra sé að bíða og sjá hvað úr verður.

„Það er alltaf verið að benda á ein­hver ný og ný af­brigði en maður er ekk­ert endi­lega að binda sig við það. Ég held að það verði bara að koma bet­ur í ljós hvernig út­breiðslan á þeim verður og hvað verður úr því. Það er ekki hægt að æsa sig yfir hverju nýju af­brigði sem menn greina og eru að velta vöng­um yfir. Það væri til að æra óstöðugan. En auðvitað verðum við að fylgj­ast með því ef það verður ein­hver út­breiðsla á ein­hverj­um af­brigðum sem hegða sér ein­hvern veg­inn öðru­vísi. Það er bara part­ur af þessu.“

Þórólf­ur seg­ir ekk­ert sem hafi verið bent á ný­lega sé þannig að það skipti miklu máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka