Staðan væri margfalt verri án örvunarskammts

Tæplega 60 prósent fullbólusettra hafa einnig fengið örvunarskammt.
Tæplega 60 prósent fullbólusettra hafa einnig fengið örvunarskammt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir það al­veg ljóst að staðan hér á landi vegna far­ald­urs­ins, þá sér­stak­lega á Land­spít­al­an­um, væri marg­falt verri ekki væri fyr­ir út­breidda bólu­setn­ingu. Þá skipti örvun­ar­skammt­ur­inn sköp­um í þeim efn­um.

„Hún væri mörg­um sinn­um verri, við vær­um í mjög slæmri stöðu ef við hefðum ekki þessa út­breiddu bólu­setn­ingu, þá sér­stak­lega örvun­ar­skammt­inn. Það er al­veg á hreinu,“ seg­ir Þórólf­ur. Þó fólk smit­ist vissu­lega þrátt fyr­ir örvun­ar­skammt­inn þá liggi það orðið ljóst fyr­ir að sá hóp­ur veikist síður al­var­lega og lendi síður á gjör­gæslu. Þá séu þeir sem hafi fengið örvun­ar­skammt fljót­ari að jafna sig af veik­ind­un­um.

„Það er ástæðan fyr­ir því að við erum að hvetja fólk til að mæta í bólu­setn­ingu. Byrja á því að fá venju­lega bólu­setn­ingu. Þú get­ur ekki fengið örvun fyrr en þú ert búin að fá grunn­bólu­setn­ingu.“

Eng­inn á gjör­gæslu sem hef­ur fengið örvun­ar­skammt

Rétt rúm­lega 90 pró­sent lands­manna eldri en 12 ára eru nú full­bólu­sett­ir og tæp­lega 60 pró­sent af þeim hafa einnig fengið örvun­ar­skammt.

„Við höf­um meiri reynslu af Delta en erum að sjá alltaf hægt og bít­andi með Ómíkron-af­brigðið að þó að fólk sem hef­ur fengið örvun­ar­skammt­inn sé að taka smit þá er miklu minna um al­var­leg veik­indi hjá fólki og það er það sem skipt­ir máli. Við sjá­um það líka á spít­al­an­um, það er al­var­leg staða þar. Það bætt­ust við sjö inn­lagn­ir í gær og tvær út­skrift­ir. Þeir sem eru á gjör­gæslu eru nán­ast all­ir óbólu­sett­ir, eru ekki einu sinni með bólu­setn­ingu. Þannig ég held að það sé ekki nokk­ur vafi á því og rann­sókn­ir hafa sýnt að örvun­ar­skammt­ur­inn skipt­ir miklu máli fyr­ir Ómíkron-af­brigðið þó það geri það kannski ekki al­veg eins mikið og fyr­ir Delta-af­brigðið.“

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is voru í gær þrír full­bólu­sett­ir ein­stak­ling­ar á gjör­gæslu smitaðir af Covid-19, en eng­inn þeirra hafði fengið örvun­ar­skammt. Einn þeirra var með staðfest smit af völd­um Ómíkron-af­brigðis­ins en teg­und af­brigðis lá ekki fyr­ir hjá hinum.

Í dag voru 37 sjúk­ling­ar á Land­spít­al­an­um smitaðir af Covid-19, en sjö lögðust inn í gær og tveir út­skrifuðust. Átta eru á gjör­gæslu, þar af sex í önd­un­ar­vél. Þórólf­ur seg­ir þetta of marg­ar inn­lagn­ir á dag og að spálík­an, sem geri ráð fyr­ir minnsta kosti 20 á gjör­gæslu á næstu vik­um, virðist vera að raun­ger­ast. 

Sund­ur­leit­ur hóp­ur sem er óbólu­sett­ur

Aðspurður hvort hann viti til þess að óbólu­sett­ir hafi verið að taka við sér og þiggja bólu­setn­ingu, seg­ist Þórólf­ur fylgj­ast með því frá degi til dags. Ýmis­legt geti líka truflað töl­fræðina.

„Þetta er mjög sund­ur­leit­ur hóp­ur sem hef­ur ekki mætt. Þetta er bæði fólk sem get­ur ekki mætt og hef­ur kannski lækn­is­fræðileg­ar ástæður fyr­ir því, og svo fólk sem vill ekki fara í bólu­setn­ingu. Fólk sem hef­ur gleymt því að fara í bólu­setn­ingu, kannski út­lend­ing­ar sem koma hérna og við náum illa til og eru ekki með það á hreinu að þeir geti kom­ist í bólu­setn­ingu, og svo er ein­hver hóp­ur þarna inni sem er ekki hérna á land­inu, sem er skráður í þjóðskrá og í öll gögn en er ekki á Íslandi. Þetta trufl­ar þessa töl­fræði og ger­ir hana erfiðari.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert