Umdeilt læk ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein þeirra sem líkaði við yfirlýsingu …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ein þeirra sem líkaði við yfirlýsingu Loga. Samsett mynd

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni eft­ir að hafa lækað færslu á Face­book þar sem Logi Berg­mann Eiðsson, út­varps­maður á K100, lýsti yfir sak­leysi sínu í máli þar sem hann hef­ur verið sakaður um kyn­ferðisof­beldi gagn­vart ungri konu.

Vakti það enn harðari viðbrögð þegar Logi lokaði fyr­ir at­huga­semd­ir við færsl­una í kjöl­far þess að net­verj­ar fóru að vekja at­hygli á um­ræddu læki þar.

Vítal­ía Lazareva, unga kon­an, steig ný­lega fram í hlaðvarp­inu Eig­in kon­ur þar sem hún lýsti í viðtali við Eddu Falak of­beld­is­fullu ástar­sam­bandi við gift­an mann sem einnig er þjóðþekkt­ur. Vítal­ía nafn­greindi hann ekki í þætt­in­um en maður­inn er sagður vera Arn­ar Grant. 

Í hlaðvarp­inu kem­ur meðal ann­ars fram saga þar sem karl­maður, sem Vítal­ía hafði áður nafn­greint sem Loga, er sakaður um að hafa gengið inn á Vítal­íu og ást­mann henn­ar í miðjum ástaratlot­um á hót­el­her­bergi í golf­ferð sem þau voru sam­an í. Á ást­maður­inn [Arn­ar] að hafa keypt þögn manns­ins gegn því að veita hon­um kyn­ferðis­leg­an greiða með Vítal­íu, gegn henn­ar vilja.

Í yf­ir­lýs­ing­unni í gær ját­ar Logi að hafa farið yfir mörk þar sem hann gekk inn á hót­el­her­bergi sem til­heyrði hon­um ekki í leyf­is­leysi en neit­ar þó öðrum sök­um sem born­ar voru á hann.

Færsl­an vakti mikla at­hygli og voru marg­ir fljót­ir að bregðast við með því að setja læk eða hjarta. Meðal ann­ars Áslaug Arna, sem er einnig fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, og hafa marg­ir túlkað lækið sem svo að hún sé að sýna stuðning við Loga eða taka af­stöðu gegn Vítal­íu í mál­inu. Hef­ur það vakið hörð viðbrögð net­verja.

Þess ber að geta að þegar bet­ur var að gáð í morg­un kom fram að mun fleiri virðast hafa brugðist við færsl­unni með reiðu broskallstjákni.

Þá vakti það einnig at­hygli að sál­fræðing­ur­inn Hafrún Kristjáns­dótt­ir hafi líkað við um­rædda færslu Loga en hún sat í nefnd á veg­um ÍSÍ sem sá um að gera út­tekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kyn­ferðisof­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönn­um í landsliðum Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert