Ragnheiður afþakkaði bréfið frá Arnari

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, ram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, ram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, segist í samtali við mbl.is ekki hafa tekið við bréfi sam­tak­anna Frelsi og ábyrgð um mögu­lega skaðsemi bólu­setn­ing­ar barna.

mbl.is greindi frá því í morgun að Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefði sent opið bréf fyr­ir hönd sam­tak­anna þar sem hann spyr viðtak­end­ur bréfs­ins meðal ann­ars að því hvort þeir vilji skipa sér í „flokk með þeim sem hyggj­ast beita lyfja­fræðileg­um inn­grip­um gagn­vart börn­um með ófyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um“.

„Það kom hérna póstur og dinglaði og vildi að ég skrifaði undir en ég afþakkaði það,“ segir Ragnheiður en bréfið var sent á fjölmarga aðila. 

Allt að smella í höllinni

Bólusetning barna á aldr­in­um fimm til ell­efu ára hefst á mánudag í Laugardalshöll. Innt eftir því hvort allt sé að verða klárt segir Ragnheiður svo vera.

„Þetta er allt að smella. Það er komið fullt af litlum klefum, bæði inni í sal og uppi á svölunum.“

Hún segist finna fyrir almennum stuðningi við bólusetningu barnanna og nefnir að nú þegar hafi mikið af börnum fengið bólusetningu. „Fólk vill bara drífa í þessu.“

Bólusett verður alla vikuna og segir Ragnheiður að rólega verði farið af stað fyrsta daginn.

„Við bara krossum fingur fyrsta daginn og sjáum hvernig þetta keyrist hjá okkur,“ segir hún og nefnir að færri börn séu boðuð á mánudaginn heldur en dagana á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert