Vanmat á tölum um nýgengi smita hjá óbólusettum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að túlka verði línuritið af varúð.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að túlka verði línuritið af varúð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hóp­ur óbólu­settra hér á landi er að öll­um lík­ind­um tölu­vert minni en not­ast er við í út­reikn­ing­um línu­rits sem birt er á covid.is og sjá má hér að neðan. Það ger­ir það að verk­um að tölu­vert van­mat er til staðar í töl­um um ný­gengi Covid-19 hjá óbólu­sett­um full­orðnum, en ný­gengið er í raun hærra en birt er. Þetta kem­ur fram í nýj­um pistli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is sem birt­ist á covid.is.

Seg­ir hann þetta gera það að verk­um að línu­ritið þurfi að túlka af varúð.

Hér má sjá línuritið sem um ræðir. Hægt er að …
Hér má sjá línu­ritið sem um ræðir. Hægt er að finna það í betri upp­lausn, ásamt frek­ari töl­fræði, neðst í frétt­inni. covid.is

„Und­an­farið hafa komið fram þær radd­ir að sam­kvæmt línu­riti sem birt er á covid.is um ný­gengi sjúk­dóms­ins hjá börn­um og full­orðnum eft­ir bólu­setn­inga­stöðu, sé hægt að álykta sem svo að áhætt­an á COVID-19 sé meiri hjá full­orðnum sem eru tví­bólu­sett­ir en þeim sem eru óbólu­sett­ir,“ seg­ir Þórólf­ur.

Þor­steinn Sig­laugs­son hag­fræðing­ur spyr til að mynda þeirr­ar spurn­ing­ar í grein í Morg­un­blaðinu í dag, hvort bólu­setn­ing minnki vörn gegn smiti.

Þórólf­ur seg­ir að ekki sé óeðli­legt að kom­ast að þess­ari niður­stöðu þegar ein­ung­is sé rýnt í töl­urn­ar í línu­rit­inu en sam­setn­ingu hóp­anna sem töl­urn­ar byggi á.

Óvissa í skrán­ingu bólu­setn­ing­ar annarra hópa

Rétt sé að benda á að hóp­ur óbólu­settra full­orðinna sem stuðst er við í línu­rit­inu, sé mjög fjöl­breyti­leg­ur hóp­ur sem erfitt sé að skil­greina ná­kvæm­lega. Í þess­um hópi sé tölu­verður fjöldi sem skráður sé með bú­setu er á landi en búi þó ekki hér. Á þetta hafi margoft verið bent, sér­stak­lega þegar rætt hef­ur verið um hvernig ná eigi til óbólu­settra hér á landi.

„Þetta þýðir því, að hóp­ur óbólu­settra er að lík­ind­um veru­lega minni en not­ast er við í út­reikn­in­um línu­rits­ins. Þannig er tölu­vert van­mat til staðar í töl­um um ný­gengi hjá óbólu­sett­um full­orðnum og ný­gengið því í raun hærra en birt er. Á sama hátt er óvissa í skrán­ingu bólu­setn­ingu annarra hópa eins og þeirra sem bólu­sett­ir hafa verið er­lend­is en búa hér og þeirra sem bólu­sett­ir hafa verið hér á landi en búa er­lend­is. Öll þessi óvissa ger­ir það að verk­um að línu­ritið þarf að túlka af varúð.“

Línu­ritið seg­ir ekki til um vernd gegn al­var­leg­um veik­ind­um

Meg­in skila­boðin í línu­rit­inu séu hins veg­ar þau að bólu­setn­ing, sér­stak­lega einn eða tveir skammt­ar, verndi ekki vel gegn smiti af völd­um Ómíkron-af­brigðis­ins. Það sé í sam­ræmi við niður­stöður er­lendra rann­sókna eins og margoft hafi verið bent á. 

„Það sem að línu­ritið seg­ir hins veg­ar ekki, er hver vernd bólu­setn­ing­ar er gegn al­var­leg­um veik­ind­um af völd­um Ómíkron-af­brigðis­ins. Er­lend­ar rann­sókn­ir og reynsla okk­ar á Íslandi sýn­ir ein­mitt að vernd­in er fyrst og fremst gegn al­var­leg­um veik­ind­um af völd­um af­brigðis­ins og sér­stak­lega eft­ir örvun­ar­skammt­inn. Vernd­in gegn smiti er hins veg­ar góð þegar um er að ræða delta af­brigðið.

Þessi vitn­eskja á að vera öll­um hvatn­ing til að mæta í bólu­setn­ingu og þiggja örvun­ar­skammt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert