Refsaði dætrum sínum með ofbeldi og Kóraninum

Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl­maður sem beitti fjór­ar dæt­ur sín­ar ít­rekuðu of­beldi síðustu ár var dæmd­ur í átján mánaða fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness á föstu­dag­inn. Móðir stúlkn­anna var dæmd í sex mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Þá voru þau bæði einnig dæmd til að greiða dætr­un­um miska­bæt­ur.

Of­beldið átti sér stað víðs veg­ar á heim­ili þeirra, en oft­ast í svefn­her­bergi þeirra. Var of­beldi manns­ins jafn­an með þeim hætti að hann sló stúlk­urn­ar þar til þær hættu að gráta.

Taldi of­belið eðli­legt

Í viðtali við barna­vernd greindi ein stúlkn­anna frá því að faðir þeirra lemdi þær syst­ur um fjór­um sinn­um í viku og notaði hann til dæm­is belti, skó og herðatré.

Greindi hún einnig frá því að hann hafi látið þær sitja á rúmi meðan á bar­smíðum stæði og þegar þær hafi reynt að breiða sæng yfir sig til varn­ar tæki hann sæng­ina af þeim. Sömu­leiðis hafi hann látið þær setj­ast í hring á gólf­inu með út­rétta fæt­ur og slegið þær með belti í fæt­urna vegna þess að þær voru of lengi úti.

Önnur stúlkn­anna sagði við barna­vernd að henni fynd­ist of­beldið ekki mikið mál og sagði for­eldra mega vera reiða við börn sín og aga þau.

Refs­ing að lesa Kór­an­inn

Er maður­inn var hand­tek­inn og yf­ir­heyrður kvaðst hann aldrei hafa lagt hend­ur á stúlk­urn­ar og ekki refsa þeim, en ef þær óhlýðnuðust væru þær látn­ar lesa Kór­an­inn. Þá hafi þær einnig fengið pen­inga­verðlaun fyr­ir að lesa Kór­an­inn.

Í dómn­um er greint frá því að móðirin hafi sagt frá því að maður­inn hafi þulið stærðfræðidæmi fyr­ir dæt­urn­ar og ef þær svöruðu vit­laust hafi hann skammað þær og lamið með inni­skó.

Segj­ast hafa flúið of­sókn­ir 

Fram kem­ur að fjöl­skyld­an hafi fengið dval­ar­leyfi hér á grund­velli alþjóðlegr­ar vernd­ar árið 2019.

Hjón­in segj­ast hafa flúið heima­land sitt þar sem þau séu múslim­ar og maður­inn hafi sætt of­sókn­um vegna sam­kyn­hneigðar sinn­ar. Þannig hafi ætt­ingj­ar hans brennt hús þeirra til grunna árið 2016 og í fram­haldi hótað að ræna dætr­um þeirra.

Hjón­in kynnt­ust árið 2007 og hafa ým­ist búið sam­an eða í sund­ur síðan þá. Þau skildu árið 2020.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert