„Algjörlega óviðunandi“ hlutfall

Lögreglan við umferðareftirlit. Myndin er úr safni.
Lögreglan við umferðareftirlit. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vaktaði með hraðamyndavél á Suðurströnd á Seltjarnarnesi í síðustu viku 110 ökutæki og var meðalhraði þeirra 40 km/klst.

Umferð var mæld í vestur, til móts við íþróttamiðstöðina, en leyfður hámarkshraði þarna er 30 km/klst.

Af vöktuðum ökutækjum voru 64 brot ljósmynduð, eða um 58%. Meðalhraðinn var 46 km/klst og hraðast var ekið á 72 km hraða.

„Brotahluthlutfallið á þessum stað var því um 58% eins og áður segir og er það algjörlega óviðunandi. Þarna er mikið um gangandi vegfarendur og er hámarkshraðinn meðal annars miðaður við það,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert