Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, ætlar að gefa kost á sér í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Frá þessu greindi hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Dagur hefur legið undir feldi í nokkrun tíma en gaf það út í síðustu viku að hann myndi upplýsa um áform sín og framtíð í stjórnmálum að sóttkví lokinni.
Dagur sagði að skotárásin á bíl sinn í fyrra hefði haft meiri áhrif en hann hefði viljað viðurkenna í fyrstu og að ákvörðunin hefði ekki endilega orðið sú sama hefði hann verið spurður fyrir ári.