Löng röð gengur hægar vegna barnanna

Röðin í sýnatöku hefur verið löng í dag.
Röðin í sýnatöku hefur verið löng í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Sýnataka við Suðurlandsbraut tekur ögn lengri tíma en vanalega vegna alls þess fjölda barna sem boðaður er í próf. Löng biðröð myndaðist í dag enda hundruð barna væntanleg í sýnatöku. 

Sig­ríður Dóra Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir við mbl.is að það verði að beita sér öðruvísi þegar börn eru annars vegar. Ekki sé sama hvernig sýnatakan fer fram. 

„Aðalálagið er núna vegna þess að það er svo mikið um sýnatöku úr börnum, sem tekur lengri tíma. Börnin fá forgang en þau þurfa sérstakt næði þannig að það er ekki hægt að taka sýni úr þeim á einhverri hraðferð,“ segir Sigríður. 

Sigríður Dóra Magnúsdóttir.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir. Ljósmynd/Almannavarnir

Hraðpróf tífalt færri en þegar mest var

Með tilkomu Ómíkron-afbrigðisins og snarhækkandi daglegum smittölum hefur aðsókn í PCR-prófin aukist verulega. Sóttkvíarsýnatökur og einkennasýnatökur eru nú mun fleiri en fyrir nokkrum vikum. Að sama skapi hefur hraðprófum fækkað.

„Það eru ekki skráðir nema 750 manns í hraðpróf í dag en í einkenna- og sóttkvíarsýnatöku um fimm þúsund manns,“ segir Sigríður. 

Og fyrir jól mættu einhverjar þúsundir á hverjum degi í hraðpróf, ekki satt?

„Við fórum upp í átta þúsund einn daginn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka