Réðust inn í íbúð og bundu húsráðanda niður

Árásin átti sér stað í Kópavogi.
Árásin átti sér stað í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Menn rudd­ust inn í íbúð í Kópa­vogi í dag og réðust þar á hús­ráðanda, hótuðu hon­um og bundu hann niður.

Í fram­hald­inu tóku menn­irn­ir muni og verðmæti á borð við greiðslu­kort og lyf. Fóru þeir svo af vett­vangi og hótuðu að snúa aft­ur.

Maður­inn náði að losa sig og óskaði eft­ir því að lög­regla kæmi á vett­vang, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu. 

Seg­ir þar að menn­irn­ir hafi snúið aft­ur áður en lög­regla kom á vett­vang. Er þeir heyrðu að lög­regla væri á leiðinni forðuðu þeir sér.

Málið er til rann­sókn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert